Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 58
HUBERT VAN DEN BERG
keyptu verk reglulega, og þeir fylltu varla tylft. Þess í stað litu flestir
gagnrýnendur á De Stijl sem fáránleg furðulegheit. \Tan Doesburg og
Mondriaan héldu skiljanlega utan til Weimar og Parísar þar sem um-
hverfið var ekki eins fjandsamlegt. I heild mætti segja að þessir listamenn
hafi myndað bandalög þar sem landamæri - málfarsleg eða pólitísk -
höfðu litla þýðingu.
Því má segja að þessi samsetning af ismum sem við eigum vanda til að
kalla framúrstefnu nú til dags hafi verið eins konar tengslanet. Þó að
„tengslanet“ sé frekar nýlegt flokkunarhugtak og að menningarfræðileg-
ar rannsóknir á slíkum netum séu einungis nýlega orðnar áberandi, er
engu að síður áhugavert að sjá að þegar á tímum sögulegu framúrstefn-
unnar litu ýmsir á þessa samsetningu af liststefhum sem tengslanet.
Þannig vakti t.d. pólski konstrúktívistinn og listamaðurinn Henryk Ber-
lewi athygli á slíkum einkennum þegar árið 1922 í pólsku dagblaði, þeg-
ar áform voru uppi um að mynda Alþjóðahreyfingu konstrúktívista:
„Tengslanet tímarita sem teygir sig um allan heim hefur litið dagsins ljós
og þar eru nýjar hugmyndir og ný listform breidd út og rennt undir þau
stoðum/'1
Þetta tengslanet má í grófum dráttum skilgreina sem rísóm, sem
mergð þar sem finna má ákveðna einingu en einkennist þó um leið af
augljósri misleitni og fjölbreytni. Hnútarnir í þessu neti voru (sam-
vinnu)tímarit, blöð, safnrit og yfirlitsverk á bókarformi, sameiginlegar
ráðstefuur, sýningar, samvinnuverkefni eins og útgáfufyrirtæki, samtök,
bandalög og klúbbar, sem og gallerí.
En víkjum enn á ný að því mismunandi umfangi heitisins „framúr-
stefna“ sem við veittum athygli í upphafi. Jafhvel þótt við einskorðum
okkur við yfirlitsbækur um tilteknar stefnur, sýningarskrár þar sem
áhersla er á hina svokölluðu, sögulegu, klassísku eða fyrstu framúrstefnu
tuttugustu aldar, má finna nokkuð margar mismunandi hugmyndir sem
snúa að spurningunni hvaða isma eigi að telja með í skilgreiningu og af-
mörkun á framúrstefnunni. Mismunurinn helgast að miklu leyti af þeim
ólíku þáttum sem höfundarnir sem um ræðir ganga út frá. Burger og hol-
lenski ffamúrstefnufræðingurinn Ferd Drijkoningen greindu til dæinis á
1 Hér vitnað efrir: Timothy O. Benson, „Exchange and Transformation. The
Internationalization of the Avant-garde(s) in Central Europe“, Cevtn-al European
Avant-Gardes. Exchange and Transformation, 1910-1930, ritstj. Timothy O. Benson,
Cambridge, Massachusetts/London: MIT, 2002, bls. 35-67, hér bls. 64.
56