Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 59
JÓN STEFÁNSSON OG FINNUR JÓNSSON
milli þeirra isma sem stigu íram á sjónarsviðið sem hreyfingar og ismar
og þeirra sem komu ekki fram undir slíkum formerkjum. Þeir töldu ein-
göngu fyrri flokkinn vera ósvikna framúrstefnu (ekki aðeins vegna þess
að þær kölluðu sjálfar sig hrejdingar, heldur einnig vegna þess að shkum
sjálfsskilningi fylgdi að þessar hreyfingar væru um leið meðvitaðar um
fagurfræðilegt umboð sitt, sem teygði sig inn á önnur svið mannlífsins og
beindist ekki aðeins að því að skapa nýja hst heldur einnig nýtt líf, nýjan
mann og nýjan heim). Sökum þessa töldu þeir að dada, sem kom fram
sem Dada-Bewegiing eða Monvement Dada, og futúrismi og súrrealismi
sem komu ffam á svipaðan hátt, væru sönn framúrstefha en ekki til dæm-
is expressjónismi og kúbismi. Þótt expressjónísk og kúbísk Ust kunni að
hafa verið ólík öllu öðru á róttækan hátt, þá voru þessir ismar ekki hreyf-
ingar og tilheyrðu því raunverulega ekki framúrstefiiunni, að minnsta
kosti ekki í augum Búrgers og Drijkoningens,
Ljóst er, ef við göngum ekki út frá þessum atriðum - að ffamúrstefn-
an sé hreyfing, að í framúrstefnunni fléttist saman list og yfirlýsingar um
samfélagsleg, póhtísk eða menningarleg málefni í víðari skilningi - held-
ur miðum við aðra þætti sem mögulega mætti horfa til, eins og t.a.m.
sköpun hstar sem er gersamlega ólík öllu öðru og hefur greinilega sagt
skihð við raunsæi og natúrahsma nítjándu aldariimar, og jafnvel symból-
isma og impressjónisma, horfa hlutimir töluvert öðruvísi við. Þá tilheyra
expressjónismi og kúbismi tvímælalaust framúrstefnunni á meðan það
kann að vera nokkrum erfiðleikum háð að telja súrreafrsmann með,
vegna þess að hann einkenndist að mörgu leyti af nokkuð sterkri hefðar-
vitund (eins og þið getið ímyndað ykkur, er þetta ekki ýkja heppileg skil-
greining á ffamúrstefhunni fyrir sérfræðinga í franska súrrealismanum
eins og Burger og Drijkoningen).
I grundvallaratriðum er e.t.v. engin ástæða til að vera á móti viðmið-
um af þessum toga sem eru sett fram á skilgreiningarstiginu til að
ákvarða hvar skilgreiningarhugtakið „framúrstefha“ hefst og hvar því
lýkur, þótt þetta leiði til þess að ákveðnir hstamenn og ismar verði út-
undan. Það væri samt skrítið að telja til dæmis Les Demoiselles d'Avignon
Picassos eða klippimyndir hans ekki með, vegna þess að hann skrifaði
ekki stefhuyfirlýsingar og kúbisminn var strangt til tekið ekki hreyfing.
En það að beita slíkum útilokunaraðferðum á skilgreiningarstiginu
skerpir skilning okkar og ríð sjáum betur ýmiss konar skil sem verða,
skoðanaágreining og mismunandi fram'vtindu sem sjá má í þessari sam-
57