Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 62
HUBERT VAN DEN BERG
skiljanlegtir hluti af framúrstefixunni, að minnsta kosti á árunum fi,TÍr og
að vissu marki einnig efrir heimsstyrjöldina fyrri.
Svo kann að vera að fauvisminn virðist fremur hógvær í samanburði rið
þau verk Mondriaans, Moholy-Nagy, Malevitsj eða Schwitters sem komu
síðar. Þó voru Matisse, Dérain og fleiri ekki taldir hlýðnir, hógværir eða
tamdir listamenn á fyrsta áratug tuttugustu aldarinnar, né heldur voru
verk þeirra svo hefðbundin að hægt hefði verið að hengja þau upp til
skreytingar í hvaða smáborgaralega hótelherbergi sem var án þess að erta
eða skaprauna fóflri. frrert á móti. Þessir listamenn voru ekki kailaðir
fauves eða „óargadýr“ vegna þess að þeir voru hefðbundnir. Séu verk
óargadýranna borin saman \dð verk hins hefðarsinnaða þýska Heimat-
málara, Hans Thoma, koma villtar hneigðir þeirra greinilega í ljós. \Terk
þeirra tilheyrðu einnig þeim hópi verka sem í Þýskalandi voru tahn vera
„expressjónísk“, hrein og klár höfnun þess sem á undan hafði komið, og
sem hreyfing voru þeir í andstöðu við impressjónismann og á móti ráð-
andi straumum í hstsköpun áratugarins á undan. A þennan hátt var þeim
stillt upp á fyrstu sýningunni í Stam/-galleríinu sem að nafninu til var til-
einkuð Der blaue Reiter - og það var engin tilviljun. Vera má að nú til dags
Ktum við á Der blaue Reiter sem helstu miðstöð þýska expressjónismans.
En ef við skoðum yfirhtsritið sem þeir gáfu út sjáum við aftur á móti að
þar er að finna mörg verk eftir franska fauvista, og auk þess er í leiðara
Franz Marc talað um Der blaue Reiter sem vettvang fiuir ... Wilde - á
frönsku: fauves. Og það var ekki eingöngu í Der blaue Reiter og í Der
Sturm sem htið var á fauvistana sem óaðslriljanlegan hluta af bylgju
nýjungagjamra hsthreyfinga í Evrópu á nýrri öld. Það sama var uppi á
teningnum í Neue Sezession í Berlín, þar sem Max Pechstein gegndi mikil-
vægu hlutverki. Eins bauð Die Briicke Matisse að gerast meðlimur (sem
hann hafnaði). Og ef verk eftir Matisse, Dérain, Friesz, Vlaminck og fleiri
ffanska fauHsta eru borin saman við verk eftir „þýska“ expressjónista eins
og Marc, Kandinskij, Heckel, Nolde, Kirchner, Schmidt-Rottluff eða
Pechstein eru hkindin eða a.m.k. skyldlefidnn sláandi.
Til að ljúka nú þessum fvrsta hluta: Ef við skilgreinum framúrstefnuna
ekki út ffá skökkum síðari tíma viðmiðum, heldur teljum upp þau tengsl
sem er að finna í þeirri sögulegu samsetningu af ismum sem við eigum
vanda til að kalla „ffamúrstefnu“ í dag, koma hlutirnir okkur öðruHsi
fyrir sjónir, og sú mynd af stöðu framsækinnar listar fyrir einni öld sem
kemur í ljós er - að mínu mati - sagnfræðilega mun nákvæmari.
60