Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 63
JÓN STEFÁNSSON OG FINNUR JÓNSSON
II
Snúum okkur þá að Jóni Stefánssyni og Finni Jónssyni. Fauvistarnir, með
Matisse og Dérain í broddi fylkingar, voru «é«/viðburðurinn í listalífi Par-
ísarborgar á síðari hluta fyrsta áratugar tuttugustu aldar (þótt kúbisminn
hafi fljótlega tekið yfir það hlutverk). Avæningurinn af uppgangi þeirra og
tilvist breiddist fljótt um Evrópu alla, þar sem hann náði eyrum annarra
fistamanna sem hölluðust að nýjungum í list, eins og í tilviki Neue Sezess-
ion, Die Briicke og Der blaue Reiter í Þýskalandi, og sömuleiðis í Skandi-
navíu. Hér er mikilvægt að átta sig á því að á þessum tíma mætti segja að
París, ásamt Berlín, hafi verið laun-höfuðborg norrænnar listar með al-
þjóðlegan metnað. I París hittust menn og kynntu sér nýjustu strauma. Að
vissu leyti á þessi lýsing einnig við um Jón Stefánsson.
Jón var fæddur árið 1881 og tilheyrði þannig þeirri kynslóð sem í
þýsku samhengi hefur síðar verið kennd við expressjónismann. Hann
byrjar að leggja stund á málarafist í Danmörku, í Kaupmannahöfn sem
var, í upphafi tuttugustu aldar, fyrsti viðkomustaður flestra Islendinga
með listrænan metnað, efdr að þeir höfðu fengið einhverja grunntilsögn
á Islandi. I Kaupmannahöfh gegnir listaskóli Christians Zahrtmann mjög
mikilvægu hlutverki fyrir hstsköpun Jóns, ásamt Michael Anker sem var
einn af Skagen-málurunum. Þannig liggur upphafið einhvers staðar á
milli natúrahsma og impressjónisma.
I skóla Zahrtmarms, þar sem harm er við nám frá 1905 til 1908, kemst
hann í kynni við danska og norska listamenn, þar á meðal Danann Har-
ald Giersing og Norðmanninn Henrik Sorensen. I kjölfarið hefur Jón
stutta viðkomu í Noregi þegar hann fer til Lillehammer með Sorensen
árið 1908 til að mála og kemst þá í samband við annan Norðmann, Jean
Heiberg, sem kynnir fyrir honum verk Matisse. Þetta verður til þess að
Jón og Sorensen fara til Parísar til að halda námi sínu áfram við listaskól-
ann sem Matisse bæði stofhaði og stjómaði - og hér er þriðji viðkomu-
staðurinn. Raunar tilheyra þeir umtalsverðum fjölda norrænna lista-
manna sem fór til Parísar til fást við hina nýju list fauvismans. Tveir
þessara hstamanna, sem síðar eiga eftir að skjóta upp kollinum, em Isaac
Griinewald og Sigrid Hjertén.
Segja mætti að Jón hafi með þessu gengið inn í evrópsku framúrstefn-
una, þótt það hafi frekar verið sem viðtakandi en virkur þátttakandi. Þó
að listsköpun hans þróist í átt að síðimpressjónisma og fauvisma em verk