Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 65
JÓN STEFÁNSSON OG FINNUR JÓNSSON
skiptin í áttina að fauvisma nægilega byltingarkennd til að áhrif þeirra
vari í nokkum tíma á hinum listrænu útkjálkum, þ.e.a.s. nokkuð lengur
en í París. Þó að listsköpun Jóns væri vissulega ekki lengur í stíl þess allra
nýjasta í París eða Berlín, gat hann ennþá tekið þátt í hinum danska anga
framúrstefnunetsins og hann tilheyrði svo sannarlega þeim anga þess
sem teygði sig til Kaupmannahafnar, eins og best má sjá af framlagi hans
til tímaritsins Klingen.
Klingen var vettvangur fyrir unga danska listamenn og rithöfunda og
var - ef dæma má út frá því efni sem þar birtist og höfundum sem í það
skrifuðu - ffekar hófsamt og hefðbundið nútímalegt eða módernískt
tímarit á heildina litið, þótt einnig hafi mátt finna í því nokkuð róttækt
efni frá „heimamönnum“. Ljóð Emils Bonnelycke „Berlín“ og abstrakt
listaverk eftir Norðmanninn Alf Rolfsen eru góð dæmi um slíkar róttæk-
ar hneigðir heimamanna. En Klingen hafði einnig augljós tengsl við
ffamúrstefnuna bæði í Frakklandi og Þýskalandi. I því er að finna ljóð
eftir Pierre Albert-Birot, prentanir eftir verkum Picassos, umræður um
franska kúbismann, skírskotaxúr til Henris Le Fauconnier sem og um-
ræðu um sýningar Der Sturm í Kaupmannahöfn, auk endurprentunar á
teikningu eftir Gabriele Múnter sem almennt er talin tiltölulega hefð-
bundin. I þessu samhengi virðast verk Jóns í Klingen ffekar hefðbundin
og hófsöm. Það fæst staðfest með því einu að bera verk hans saman við
forsíður þeirra tölublaða sem þau birtust í.
Til þess að skilja Klingen og framlag Jóns til tímaritsins til fulls, tel ég
mikilvægt að hafa í huga að þetta tímarit er að vissu leyti dæmigert fyrir
Danmörku, eða öllu heldur dæmigerð afurð sprottin úr því ástandi sem
ríkti í listum, í hinum nýju listum í Kaupmannahöfn í fýrri heimsstyrj-
öldinni og árin á eftir. Tímarit eins og Klingen þar sem innihaldið er frek-
ar blandað eru jafnframt einkennandi fyrir útkjálkana á hinu evrópska
menningarsviði. I áðumefndu hollensku tímariti, Het Getij, þar sem van
Doesburg birti „Revue der Avant-garde“, er framúrstefnulist og bók-
menntum blandað saman við bókmenntir og list sem er ef til vill
módernísk en þó fremur hefðbundin, á næstum því sama máta. Þetta má
sjá bæði af stíl verkanna og því hverjir höfundar efhisins era, sem og
stöðu þeirra á menningarsviðinu - þ.e.a.s. að hluta til innan fframúrstefn-
unnar, að hluta til ekki.
Ef við berum Klingen saman við Der Sturm er mismunurinn aftur á
móti ekki svo mikill, en þessi tímarit skiptust reglulega á tölublöðum
63