Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 67
JON STEFANSSON OG FINNUR JONSSON
tímann. Þótt Jón hafi búið í Kaupmannahöfh fram til ársins 1924, mark-
ar heimferðin sumarið 1920 endalok þeirra tengsla sem hann hafði við
framúrstefhuna og samband hans við hana slitnar endanlega árið 1924,
að tvennu leyti. Þó að verk hans væru sýnd síðar við önnur tækifæri í
Danmörku og einnig á sýningu á íslenskri Hst sem Nordische Gesellschaft
skipulagði í Þýskalandi árið 1928 (ásamt verkum efdr Finn Jónsson og
aðra íslenska listamenn, þótt það hafi ekki beinlínis verið vegna tengsla
þeirra við ffamúrstefhuna heldur frekar vegna þjóðfræðilegs áhuga þess
tíma á íslenskri menningu), gerði fjarlægðin frá meginlandi Evrópu öll
samskipti erfiðari á tímum þegar hvorki Icelandair né internetið voru tdl.
Með heimkomunni sleit hann því þau sambönd sem hann hafði. Hann
sneri aftur í umhverfi þar sem hið listræna andrúmsloft var íhaldssamara
og samhliða sneri hann baki við - að segja má - hinni framúrstefhulegu
vídd Matisse og fauvismans, sem hafði einnig hefðbundnari vídd.
Fyrir utan það mikilvæga hlutverk sem Cézanne gegndi sem upp-
spretta innblásturs fýrir Jón og fýrir frönsku framúrstefhuna - Cézanne
tilheyrir tvímælalaust ekki tengslaneti ffamúrstefhunnar sem sKku, hann
er fýrst og fremst einn af fýrirrennurum hennar - má segja að Jón hafi,
svo ekki verður um villst, verið undir áhrifum ffá Matisse og fengið inn-
blástur sinn frá honurn og fauvismanum (sem og frá fýrirrennara þeirrar
stefnu, Cézanne), og því má kalla hann fauvista ef notað er hugtak úr
samtímanum, eða expressjónista ef þýsku orðfæri er beitt. Svo kann að
vera að Jón hafi bæði með litanotkun sinni, og því hvernig hann sýndi
fólk og hluti, beitt aðferðum fauvismans, en hann tilheyrði svo sannar-
lega ekki hinum villta armi hreyfingarinnar. Sem þátttakandi í tengsla-
neti framúrstefiiunnar stóð Jón frekar fýrir utan miðjuna, að minnsta
kosti ef við skoðum stöðu hans út ffá frönsku eða þýsku sjónarhorni.
Hvað þetta varðar er greinilegur munur á honum og Finni Jónssyni, en
einnig má sjá nokkrar augljósar hliðstæður.
Ef við látum hjá líða að ræða starf og menntun Finns í gullsmíðum, er
Kaupmannahöfh fyrsti viðkomustaður hans rétt eins og í tilviki Jóns. Og
aftur, eins og í tdlviki Jóns, á listræn menntun hans og umgengni hans við
aðra listmenn sér stað í umhverfi þar sem natúralisminn er ráðandi, í
listaskóla Viggos Brandt sem var til húsa í Statens Museum for Kunst.
Þetta var í stórum dráttum dæmigert „akademískt“ upphaf á starfsferli
innan framúrstefnunnar á þessum tíma og í engu frábrugðið fýrstu skref-
um Mondriaans, Malevitsj eða Schwitters.
65