Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 69
JÓN STEFÁNSSON OG FINNUR JÓNSSON
ástæðum gat Finnur dvalið áfram í Kaupmannahöfh á meðan Jón þurftá
að fara til Parísar. En það gerði Finnur ekki. Aðeins ári síðar fer hann til
Berlínar. Eins og ég hef reynt að benda á, hafði stríðið, á eirrn eða ann-
an hátt, opnað leiðina þangað. Efdr stríðið var orðið auðveldara að fara
yfir landamærin, en til að ferðast til Parísar þurfti ekki aðeins fleiri vega-
bréfsáritanir, heldur var - auk þess - eitthvað öðruvísi í boði í Berlín
(burtséð frá hinu erfiða póhtíska og efnahagslega ástandi). A árunum
1920-1921 var París í greipum dadaismans, á meðan expressjómsmmn í
sínum víðasta skilningi var meira ráðandi í Berlín (og ef við miðum við
Der Sturm var Berhn mun alþjóðlegri en París). Þar að auki voru sérstök
tengsl til staðar á milli Kaupmannahafnar og Der Sturm eins og áður hef-
ur verið minnst á. Á stríðstímanum höfðu Herwarth Walden og hin
sænska eiginkona hans, Nell Walden-Roslund frá Landskrona, ekki að-
eins verið virk á hstasviðinu. Meðfram listfyrirtækinu Der Sturrn, var
starfrækt njósna-, frétta- og áróðursstofhunin Der Sturm, en hún starfaði
sem einhvers konar verktaki fyrir þýsku leyniþjónustuna, einkum í Dan-
mörku, Svíþjóð og Hollandi. Walden hjónin ferðuðust tíðum til Kaup-
mannahafhar og Svíþjóðar, að hluta til í því skyni að halda hstverslun
sinni gangandi, en einnig til að sinna njósnum (sem var ástæða þess að
þýsk stjómvöld veittu þeim umtalsvert frelsi til að ferðast og flytja út list,
t.d. fyrir hstsýningar).
Finnur fór sem sagt til Berlínar. Þar leitaði hann til Der Sturm og fékk
kennslu í hstaskóla Carls Hofer, en hann var einnig expressjónisti með
hefðbundinn undirtón af svipuðum toga og Matisse. Hofer var sem slík-
ur (jafhvel miðað við það sem var að gerast í Kaupmannahöfn) frekar
hófsamur listamaður, ekki svo ólíkur Jóni Stefánssyni, en áhrif hans era
augljós í verkum Finns frá þessum árum. I ljósi nýjustu hræringa innan
framúrstefhrmnar, eins og abstraktverka Mondriaans og Malevitsj eða
fyrstu Merz-verka Schwitters - en þau síðarnefndu voru til sýnis í Sturm-
galleríinu - virðist Hofer jafnvel fremur hefðbundinn málari. Og svo
virðist sem það hafi ekki nægt Finni. Af þeim verkum sem Finnur mál-
aði í Berlín og síðar í Dresden má greinilega sjá að hann heillaðist af
verkum Schwitters og annarra hstamanna úr ,S’íz/7?«-stíunni sem í dag eru
minna þekktir, eins og Oskar Fischer, Johannes Molzahn, Thomas Ring,
Fritz Stuckenberg, Eduard Kesting, Vordemberge-Gildewart, Lajos
Kassák, Lothar Schreyer og Paul Joostens. Sjá má greinilegan skyldleika
með verkum Finns og þessara listamanna. Ennþá á eftir að staðsetja Finn
67