Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 72
HUBERT VAN DEN BERG
ljósmyndari Edmund Kesting þar listaskóla, Der Weg. Scbule fur Neue
Kunst, sem var í nánum tengslum við Der Sturm og tilhejTÖi að hluta til
framúrsteíhunetinu í kringum Der Sturm. Kesting var einn af nánustu
samstarfsmönnum Waldens á þriðja áratugnum. Hér má benda á að
áhugaverð líkindi er að finna með málverki af Walden eftir Kesting og
málverki eftir Finn, en í því virðist einnig vera að finna enduróm annarra
verka eftir Stuckenberg og Schvdtters.
Finnur heldur áfram að taka þátt í tengslaneti framúrstefnunnar um-
hverfis Der Sturm, þótt það sé enn með óvirkum hætti. Hann hallast æ
meira í átt að konstrúktívisma í verkum sínum, en - og það var engin til-
viljun - að konstrúktívisma eins og hann birtist og var boðaður hjá Der
Sturvi (einn helsti munurinn á konstrúktítdsmanmn hjá Der Sturm og
þeim hollenska eða rússneska lá í því að verkin voru oft ekki geómetrísk,
eða ekki eingöngu geómetrísk), en einnig tekm hann upp samband við
Schvdtters og Moholy-Nagy. I þessu samhengi er áhugavert að það eru
ekki eingöngu ævisöguleg atriði sem staðsetja Finn í þeim hluta framúr-
stefhunnar sem liggur í kringum Der Sturm, heldur leiðir fraimdndan í
listsköpun hans okkur einnig á nákvæmlega sama stað, eins og sjá má af
myndunum hér að framan.
Þótt greina megi áhrif Der Sturm í verkum Finns allt frá fyrstu kynn-
um hans af þeirri starfsemi, liðu nokkur ár þangað til hann var ekki leng-
ur aðeins óvirkur þátttakandi, viðtakandi og nemandi, og gerðist virkur
þátttakandi í stuttan tíma í Der Sfz«7;z-hópnum. Samkvæmt frásögn
Finns, eða öllu heldur samkvæmt mismunandi frásögnum Finns, ráð-
lögðu Oskar Kokoschka og Kurt Schwitters honum árið 1924 að fara til
Berlínar, til Der Sturm, og sýna Walden verk sín. Þegar Finnur kom
þangað, og við fylgjum áfram frásögn hans sjálfs, var Kandinskij af hend-
ingu (en hvað er ,,hending“?) einnig viðstaddur. Kandinskij og Walden
reyndust báðir sýna verkum hans mikinn áhuga, og þau voru í kjölfarið
sýnd í Stu77u-galleríinu sumarið 1925 og komu síðar einnig fram á
sýningu Der Sturm sem fór um Norður-Ameríku.
Ekkert er útilokað, en þessi gangur atburða, að minnsta kosti hvað
snertir þátt Kandinskijs og Schwitters, virðist í nfrnum augum vera
blanda af Dichtung und Wahrheit. Það er vissulega ekki ólíklegt að
Schwitters hafi spurt Finn: „Af hverju sýnir þú ekki í Der Sturm.}“ Né
heldur er ólíklegt að Kandinskij hafi kunnað að meta verk hans. A hinn
bóginn var samband Kandinskijs við Walden ansi stirt á þriðja áratugn-
70