Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 73
JÓN STEFÁNSSON OG FINNUR JÓNSSON
nm, þannig að það virðist ekki mjög líklegt - þótt það kunni að hafa
gerst - að þeir hafi í sameiningu gefið álit sitt á verkum annars lista-
manns. Og að Schwitters hafi lagt það til að hann færi til Berlínar? Burt-
séð ffá þeirri staðreynd að á milli Dresden og Berlínar voru ekld nema
nokkrir tímar í lest, mun styttra en á milli Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafiiar, virðist mun líklegra að Kesting hafi bent Walden á Finn og að
hann hafi í kjölfarið boðið Finni til sín, vegna þess - það má líta á það
sem gæfu eða ógæfu - að Walden átti í alvarlegum erfiðleikum árin
1924-1925.
Síwrm-samsteypan öll átti í miklum þárhagsvandræðum á þessum ár-
um, vegna verðbólgunnar, málaferla Kandinskijs, Chagalls og annarra
sem kröfðust þess að fá greitt, og það sem meira var, vegna þess að Wald-
en hafði skihð við aðra eiginkonu sína, Nell Walden-Roslund, en hún
hafði í raun og veru fjármagnað rekstur Der Sturm um þónokkurt skeið.
Við skilnaðinn fékk hún listaverkasafh þeirra, „Die Sammlung Walden“,
sem hafði verið mikilvægur hluti af sýxúngum Der Sturm.
Við þetta bættist að orðspor Waldens hafði beðið nokkurn hnekki inn-
an þýska menningarheimsins vegna þess að hann var grunaður um fjár-
málamisferh og að hafa haft þá listamenn sem galleríið hafði umboð fyr-
ir að féþúfu. Auk þess átti Walden í ofsafengnum, óvægnum og fremur
svívirðilegum deilum við næstum alla þá sem fýlgdu ekki fagurfræðilegri
áætlun hans eða sem hann taldi truflandi samkeppnisaðila.
Sé horft til þessa samhengis liggur í augum uppi að Walden þurfti á
listamönnum að halda sem ekki höfðu enn öðlast viðurkenningu í
þýskum menningarheimi, nýliðum sem voru að leita að tækifæri til að
sýna verk sín. Þessir listamenn komu að hluta til frá Þýskalandi en einnig
í áberandi mæh erlendis frá, frá löndum þar sem Der Sturm naut í mörg-
um tdlvikum enn nokkurs trausts. Þannig þurfti Walden að vissu leyti
ekki síður á Finni að halda en Finnur á Walden til að geta fengið að sýna
í Der Sturm. Hann var „nýgræðingur“ og þar af leiðandi ekki mjög dýr
listamaður, en einnig kann að vera að Finnur hafi þurft að greiða allan
kosmað af því að sýna verk sín - það var stefna Waldens, jafnvel þegar
kom að stjörnulistamanni hans, Jacob van Heemskerck, svo dæmi sé
nefnt. (Og því ætti að bæta við hér að leiðin frá listaskólanum Der Weg
til Der Sturm var ekki ýkja löng, en segja má að Der Weg hafi tilheyrt
Sturm-hrmgnum í víðari mynd.)
Eitt er þó víst: nafnið Jónsson er að finna í tveimur sýningarskrám Der
71