Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 74
HUBERT VAN DEN BERG
Sturm, í júlí og í september 1925. Hans er þó ekki getið á meðal þeirra
listamanna sem meginhluti sýningarinnar var helgaður (þeirra sem
nefndir eru í nafhi sýningarinnar), heldur rilhejtrði hann því sem kallað
var Gesamtschau, safnhlutanum, þeim hluta þar sem sjá mátti yfirlit eða
þverskurð af verkum í eigu gallerísins.
Þessi ekki svo glæsilegi endapunktur - hliðstæðan við þátttöku Jóns
Stefánssonar í sýningum í Kaupmannahöfn er greinileg - markaði einnig
endalokin á því hlutverki sem Finnur gegndi í tengslaneti ffamúrstefn-
unnar, þó virðist sem hann hafi ætlað sér að halda áffam að starfa í sama
stíl á Islandi, ef dæma má af sýningu í Reykjavík veturinn 1925 þar sem
hann sýndi abstraktverk. Viðbrögð gagnrýnenda við þessari sýningu á Is-
landi voru hins vegar blendin. Nokkrir dómar voru ffekar jákvæðir, þótt
vera megi að þeir hafi verið skrifaðir af gagnrýnendum og hstamönnum
sem stóðu nærri Finni. Það er áberandi að einn gagnrýnandi, Valtýr Stef-
ánsson, var sérstaklega neikvæður. Því hefur verið haldið fram annars
staðar að allir dómarnir hafi verið með öllu neikvæðir og að þnir þær
sakir kunni Finnur að hafa hætt að vinna í anda ffamúrstefhunnar. Ef
tekið er tillit til þess að viðbrögðin voru ekki algerlega neikvæð, getur
þessi gagnrýni varla hafa orðið til þess að Finnur hætti að mála á kon-
strúktívískan hátt, í anda Der Sturm.
Efrir stendur, engu að síður, að Finnur virðist hafa hætt að vinna í
sama anda, hann sinnir gullsmíðastörfum annað veifið og snýr sér fljót-
lega aftur að hlutbundinni (fígúratívri) málaralist. Þó að Finnur máli
nokkur abstrakt verk þegar hann er eldri, fara endalok ffamúrstefnulista-
mannsins Finns Jónssonar einnig saman við brotthvarf hans úr tengsla-
neti framúrstefnunnar.
Hér vaknar spurningin: Hvort gerðist fyrst? - Sneri hann bakinu við
fagurffæði framúrstefnunnar eða rofnaði sambandið við tengslanet
ffamúrstefnunnar?
Sú skýring virðist blasa við að aðskilnaður hans við tengslanet evrópsku
framúrstefhunnar hafi kornið í veg fýrir að hann gæti áffam unnið í anda
hennar þegar hann var kominn aftur í listaumhverfi „útkjálkans“ á Is-
landi. Því mætti halda ffam að hann hafí þurft að laga sig að smekk út-
kjálkans þar sem hlutbundin list naut hylli. Menn sættu sig við framúr-
stefhu í litlum mæli ef hún birtist á mjög hófsaman og útþynntan hátt, og
þá fremur innan hefðar naívra sveita- og landslagsmálverka (en sú hefð
72