Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 75
JÓN STEFÁNSSON OG FINNUR JÓNSSON
var uppspretta innblásturs fyrir þann hluta af framúrstefhunni sem sinnti
hlutbundinni list) en ef hún braut gegn hefðum málaralistar með eins
harkalegum hætti og abstrakt konstrúktívismi.
Þetta væri vissulega ekki einstakt fyrir Island eða íslenska listamenn.
Ahugavert er að bera saman svipað tilvik tveggja skósmiða, tvíbura frá
smábænum Drachten á Fríslandi, sem í Hollandi er kallað „hánorðrið“.
Þessir tvíburar, Evert og Thijs Rinsema, kynntust Theo van Doesburg í
hemum, þar sem þeir gættu landamæranna milli Hollands og Belgíu í
fjnri heimsstyrjöldinni. Evert fór fljódega að fást við tilraunaljóðlist og
verk hans birtust í De Stijl, en Thijs Rinsema gerðist málari, fyrst sem ex-
pressjónisti en snerist fljótlega í átt að konstrúktívisma. I smábænum
Drachten var litið á þá sem kynlega kvistd, en þeir ráku þó skósmíðaverk-
stæði sitt og gegndu þannig föstu hlutverki í þorpslífinu. Eina samband
þeirra - eða, ef svo má að orði komast - líftaug þeirra við framúrstefn-
una var Theo van Doesburg sem sá þeim fyrir upplýsingum, lesefhi o.fl.
Þar sem þeir höfðu ekki hlotið neina menntun í hefðbundnum skilningi,
töluðu þeir aðeins tvö tungumál, frísnesku og hollensku. Með því að nota
einhvers konar blendingsþýsku gátu þeir einnig verið í sambandi við
Kurt Schwútters sem átti fjölskyldu í nágrenninu, í þýska hluta Austur-
Fríslands. En þar með er það upptalið. Þegar van Doesburg lést árið
1931 og Schwitters neyddist tdl að fara í útlegð til Noregs skömmu síðar
misstu Rinsema-bræðurnir einfaldlega allt samband - og sneru sér á
sama hátt aftur að hefðbundinni hst sem féll að smekk heimamanna.
Þetta bendir til þess, a.m.k. í tdlviki Rinsema-bræðranna, að tengslanetið
(og þátttaka eða að minnsta kostd tengsl við netið) hafi verið nauðsynleg
forsenda fyrir því að hægt væri að halda áfram starfsemi í anda framúr-
stefiiunnar og kafiia ekki í þeirri fastheldni sem var ríkjandi allt í kring.
En vert er að veita öðrum mikilvægum þætti athygli. Um miðjan
þriðja áratug tuttugustu aldar var blómaskeiði ffamúrstefnunnar lokið
um mestalla Evrópu. Svo kann að vera að súrrealismi hafi ríkt áffam í
Frakklandi og Belgíu, þar sem hann var raunar rétt að hefjast („Stefhu-
yfirlýsing súrreahsmans“ eftdr Breton kom út síðla árs 1924), og vera má
að konstrúktdvisminn hafi lifað áffam, þótt það væri án fyrri byltdngar-
kenndra stefnumiða sirrna og hann hafi nú ffekar birst í stofhanavæddri
mynd (hvort heldur var í Bauhaus, sem nú var opinberlega orðið að
Staatliches Bauhaus, eða í tengslum við C.I.A.M.), en þegar á heildina er
litið má segja að mikið af þeim nýjungum, þeim verkefhum eða tímarit-
73