Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 76
HUBERT VAN DEN BERG
um sem birtust undir formerkjum framúrsteihunnar á öðrum áratug
tuttugustu aldar og snemma á þeim þriðja, hafi einfaldlega fjarað út,
horfið eða lagst af upp úr 1925 eða fljótlega þar á eftir. Einnig kann að
vera að hjónabandsvandræði og skilnaðnr Herwarths Walden og Nell
Roslund hafi orsakað kreppu Der Sturm, en hún á sér engu að síður hhð-
stæðu í þróun sem almennt verður innan framúrstefnunnar í Evrópu.
Eirrnig í Hollandi má vissulega finna fi-amúrstefimhstamenn sem héldu
áfram að starfa í anda framúrstefrnmnar (t.d. Mondriaan og van Does-
burg, sem bjó reyndar í París). De Stijl hélt áfram að koma út fram til
1928, þótt það hafi ekki lengur verið vikulega eins og í upphafi (og eftir
andlát van Doesburg, nokkrum árum síðar, kom síðan út „lokatölublað"
í minningu hans), en unnið var áfram að gerð ýmissa annarra támarita,
aðallega konstrúktívískra, sem héldu áfram að koma út á síðari hluta
þriðja áratugarins - hér má nefna intemaúonal revue HO sem var áfram
mikið að stærð og mínimalísku tímaritin (bæði ef horft er til stærðar
þeirra og gerðar sem og til dreifingar) De Driehoek, Het Woord, og The
Next Call. Engu að síður sögðu flestir þeir listamenn og rithöfundar sem
höfðu haft tengsl við framúrstefnuna á öðnrm áratugnum og snemma á
þeim þriðja skilið við hana og sneru sér að hefðbundnari formum, og í
því fólst einnig að hluta til afturhvarf frá abstraktlist til hins hlutbundna.
Þessa sömu tilhneigingu má sjá í flestum öðrum Evrópulöndum. Þannig
má einnig halda því fram, með sérstakri skírskotun til Finns, að þegar
hann snýr baki \að fagurfræði framúrstefnumiar sé ekki um það að ræða
að hann falli aftur í gamalt far vegna heimkomunnar til Islands, sem var
tiltölulega einangraður „útkjálkia. Þ\7ert á móti: umskipti Finns ffá (kon-
strúktívískri) framúrstefnu eru síður en svo einstakur atburður, öllu held-
ur var hér um að ræða algeng umskipti á meðal listamanna og rithöfunda
sem höfðu árin á undan verið tengdir konstrúktíHsmanum. Sú staðreynd
að Finnur var staddur í miðpunkti konstrúktívískrar framúrstefnu um
árið 1925, upphaflega í nánd við og síðar jafnvel í innri hring Der Sturm,
gæti hafa orðið til þess að hann var meðvitaður um þær efasemdir, þær
breytingar og þau umskipti sem leiddu til þess að á tímabilinu var í
mörgum tilvikum horfið fá þeim nýjungum sem komið höfðu fram und-
ir merkjum framúrstefmmnar - þetta þýddi að velja þurfti nýjar leiðir,
jafnvel þótt þær líktust þeim gömlu.
Guðrún Jóhannsdóttir þýddi
74