Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 82
BENEDKT HJARTARSON
Þórðarson annars vegar, listamenn á borð Finn Jónsson, Jón Stefáns-
son, Sigurjón Olafsson og Svavar Guðnason hins vegar, sem einangruð
fyrirbæri ýmist innan íslenskrar bókmennta- eða listasögu. Þótt umrædd-
ir myndlistarmenn hafi haft náin tengsl við framúrstefnuhópa og -tíma-
rit á meginlandi Evrópu - Der Sturm, Klingen, Linien og Cobra - skipti
hér meginmáli, að mínu mati, að enginn þeirra steig fram á sjónars\dðið
með berorðum yfirlýsingum eða stofnun róttækra framúrstefnutímarita
hér á landi. Þátttaka þeirra í „verkefhi framúrstefnunnar“ virtist í raun
fremur tilheyra dönsku, þýsku og frönsku menningarsamhengi en ís-
lensku. I skrifum Laxness og Þórbergs var aftur á móti farið afar frjáls-
lega með hugmyndir og hugtök evrópsku framúrstefnunnar. Þegar ég
tók að líta yfir svið íslenskra framúrstefnutilrauna innan ólíkra listgreina
sem heild, tók aftur á móti að raðast sarnan brotakennd mynd og greina
mátti útiínur einhvers sem mætti kalla íslenska framúrstefnu á fyrri hluta
aldarinnar.
Loks grundvallaðist áðurnefht mat á þröngri skilgreiningu á framúr-
stefhuhugtakinu, þar sem megináhersla var lögð á sérstöðu þeirra breyf-
inga sem komu fram á fyrri hluta 20. aldar. Engir slíkir hópar mynduð-
ust hér á landi á tímabilinu og rnnræða um þá einkenndist jafnvel af
andúð á slíkri hópamyndtm. Islenskir rithöfhndar og listamenn löguðu
fagurfræði framúrstefnunnar jafhan að sínum eigin forsendum en höfn-
uðu hugmyndum hennar um mikilvægi hópsins og fagurfræðilegan
aktívisma, líkt og sjá má t.a.m. af lýsingu Halldórs Laxness á súrrealisma
í Kvæðakveri-. „Þó stefna þessi hafi í hreinni mynd sinni verið meira til
jórturs en fylla, nokkurskonar spiritus concentratus, og vandhæf til
neyslu óblönduð, þá hefur hún orðið slíkur snar þáttur og lífsskilyrði
nútímabókmenta, að segja má að þeir höfundar og skáld vorrar kynslóð-
ar sem ekki námu af henni alt sem numið varð þegar hún kom fram, séu
dauðir menn.“2 Jafhvel í skrifum þeirra rithöfunda sem kynna hug-
2 Halldór Laxness, Kvæðakver, Reykjavík: Helgafell, 2. útg. 1949, bls. 142. Slíkvið-
horf til ismanna koma einnig ffam í skrifum íslenskra rithöfonda á síðari hluta 20.
aldar eins og sjá má t.a.m. af orðum Sigfásar Daðasonar: „Surrealisminn í strangasta
skilningi er reyndar dauður [...] að öðru leyti lifir surrealisminn enn, eins og express-
ionismi, symbolismi, naturalismi, realismi, rómantík, allt saman þættir í bókmennt-
um og menningu heimsins [...] lsmar virðast varla vera hætmlegir íslenzkum bók-
menntum, og reyndar tel ég það að mörgu leyti mikinn kost hvað þær hafa verið
ffábitnar því að mynda skóla.“ („Til varnar skáldskapnum", Tímarit Ma'/s og menn-
ingar, 3/1952, bls. 266-290, hér bls. 288-289).
8o