Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 83
AF ÚKKYNTÖN, brauteyðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum
myndir evrópsku ismanna hér á landi gætir því ákveðinnar tortryggni í
garð starfsemi þeirra og hvorki eru stofnaðar hér á landi „hreyfingar“
eða framúrstefnutímarit í Ifkingu við það sem raunin var t.a.m. í Þýska-
landi, Póllandi, Ungverjalandi, Frakklandi, Rússlandi og á Italíu á fyrstu
áratugum 20. aldar. Auk þess eru engar stefnuyfirlýsingar (manifestó)
gefnar út hér á landi á tímabilinu, en líta má á þá bókmenntagrein sem
drifkrafdnn ífagurfi'æðilegum aktívisma evrópsku framúrstefnunnar, sem
bent hefur verið á að sameini í meginatriðum þrjú útópísk stefnumið: að
listin hafi bein áhrif „á skynjun og atferli einstaklingsins og þjóðfélags-
heildarinnar“, að afnema gjána á milli lífshátta nútímans og sjálfstæðs
sviðs fagurfræðinnar, að lífið verði „að holdtekningu þeirrar fyllingar
sem býr í reynsluheimi ímyndunaraflsins“.3 Þegar htið er á viðtökur
ismanna hér á landi virðist því vera á ferð fremur sérkennileg framúr-
stefna. Hugmyndir og aðferðir framúrstefhunnar eru innlimaðar í af-
markað fagurfræðilegt samhengi, sem felur í sér að tilraun hennar til að
særa fram nýtt fagurfræðilegt hugarfar og menningu með tilraunum og
skipulagðri hópstarfsemi er hafnað. Af þessu virðist mega ráða, að við-
tökur á framúrstefnunni hafi í raun grundvallast á vanþekkingu (nokk-
urra) íslenskra hstamanna og rithöfunda á starfsemi hennar - ef ekki
beinlínis andófi gegn henni. Efrir því sem ég fékkst meira við umræðu
um ismana hér á landi á fyrri hluta 20. aldar, komu æ fleiri brestir í þessa
mynd. Sú spuming varð áleitin hvort e.t.v. væri nauðsynlegt að leggja
grunn að fræðilegu sjónarhorni er tæki mið af sérstöðu framúrstefnu hér
á landi. Frá slíku sjónarhomi komu í ljós óvænt mynstur sem féllu að
nokkra leyti að mynd framúrstefiiunnar annars staðar í Evrópu á fyrri
hluta 20. aldar.
II Sögiileg framiírstefna á íslandi?
Sé gengið út ffá þröngri skhgreiningu á framúrstefnu og megináherslan
lögð á mikilvægi þeirra hreyfinga sem koma ffam með sameiginleg
stefnumið og yfirlýsingar á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar, blasir við
hrjóstragt landslag hér á landi. I fyrsta lagi má benda á líkindi sem ís-
lenskir fræðimenn hafa séð með verkum Jóhanns Jónssonar og Halldórs
3 Charles Russell, Poets, Prophets, and Revolwtionaries. The Literary Avant-Garde from
Rimbaud through Postmodemism, New York, Oxford: Oxford University Press, 1985,
bls. 24.
8l