Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 85
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VTTUM OG SJÁENDUM
skotar síður til „expressjónisma“ eða annarra framúrsteínnhreyfinga
tímabilsins en hefðbundnari skáldskaparfræði. Halldór nýtir sér vissulega
ýmis slagorð úr mælskulist framúrstefnunnar en skáldskaparfræði hans
grundvallast í meginatriðum á einmitt þeirri síðrómantísku og symból-
ísku fagurfræði sem sögulega ffamúrstefnan rís gegn.8 Svipað gildir um
skrif Þórbergs Þórðarsonar um fútúrisma á öðrum og þriðja áratugnum,
þar sem greina má almenna skírskotun til framúrstefnu og symbólisma
sem birtist í leit að ómenguðum hughrifum og nýju ljóðmáli.9 Báðir beita
þeir ismahugtökunum til að lýsa yfirsögulegu lögmáli framsækinna bók-
mennta á öllum tímum, innan lokaðs sviðs listrænnar þróunar. Slíkt
sjónarmið á þróunarsögu bókmenntanna er frábrugðið fagurffæðilegum
aktívisma framúrstefnunnar og atlögu hennar að hinni borgaralegu hug-
myndaffæði um sjálfstæði listarinnar í mikilvægum atriðum og sver sig
fremur í ætt \dð söguskilning symbólismans og hugmyndir hans um sjálf-
bæra og líffæna hringrás bókmenntasögunnar.10
En hvers vegna var litið á þessa höfunda sem áreiðanlega talsmenn
framúrstefnu hér á landi og brugðist jafn harkalega við „útþynntri“
framúrstefiiu þeirra og raunin var? I tilvild Halldórs felst hluti skýringar-
fnnar án efa í þrotlausri stílfærslu hans á sjálfum sér sem ffamúrstefiiu-
höfundi er hefði kynnt sér allt það nýjasta í evrópskum samtímabók-
menntum. Þeirri spumingu er þó ósvarað, hvers vegna viðbrögð við
slíkum tíhaunum urðu oft vægðarlaus, þótt oft leyndust fremur hefð-
bundnar hugmyndir undir bTuum nútímalegu heitum. Hér er forvitnilegt
að frta á grein eftir Svein Sigurðsson frá árinu 1925, þar sem ritstjóri
8 Sjá nánar: Benedikt Hjartarson, „„Ich weiss beinahe alles iiber diese Bewegung“.
Halldór Laxness und die europáische Avantgarde“, Halldár Laxness und die europd-
ische Modeme, ritstj. Stefanie Wúrth og Benedikt Hjartarson, Tubingen: Francke
Verlag, (væntanleg). Hér er einnig vert að benda á forvitnilega umfjölltin Þorsteins
Þorsteinssonar í nýlegri grein, þar sem hann fullyrðir að greina megi ákveðin líkindi
með „Unglingnum í skóginum“ og ljóðum Apollinaires ogMaxJacob, ffemur en að
hér sé um að ræða expressjónisma eða súrrealisma í þrengri skilningi („Þankabrot
um ljóðbyltingar", Són, 3/2005, bls. 87-138, hér bls. 132-133).
9 Sjá: Benedikt Hjartarson, „„prrr - prrr - prrr - prrr - Reykjavík!“ Þórbergur Þórð-
arson og púki ftitúrismans“, Heimur Ijóðsins, ritstj. Astráður Eysteinsson, Dagný
Kiristjánsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofhun Há-
skóla íslands, 2005, bls. 50-65.
10 Slíkur söguskilningur kemur m.a. skýrt fram í stefnuyfirlýsingu symbóhsmans ffá
árinu 1886: Charles Moréas, „Le SymboHsme“, Les Manifestes littéraires de la Belle
époque, 1886—1914. Anthologie critique, ritstj. Bonner Mitchell, París: Editions Segh-
ers, 1966, bls. 27-31.
83