Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 87
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
Viðbrögð íslenskra menntamanna við fagurfræði framúrstefnunnar
verða ekld skýrð á viðunandi hátt, nema með hliðsjón af orðræðubundnu
samhengi þeirra. Athygli vekur hversu víða umræðunni um ismana
bregður fyrir í menningarumræðu þriðja áratugarins. Umræðan kemur
fram í ólíku samhengi, en hún hverfist alla jaína um framtíð íslenskrar
menningar og tengsl hennar við evrópska nútímamenningu. A þriðja ára-
tugnum eiga sér stað gríðarleg átök um hugmyndafræðilegt forræði við
mótun íslenskrar menningar og það viðhorf er útbreitt að íslensk menn-
ing sé stödd á viðkvæmu þroskastigi - svo vitnað sé í grein Ragnars E.
Kvaran frá árinu 1929, snýst umræðan um „þá fósturmynd af menningu,
sem heitir íslenzkt þjóðlífb16 Svipaðra viðhorfa gætir í hugleiðingum
Einars Olafs Sveinssonar um íslenskar samtímabókmenntir ári síðar, þar
sem litið er yfir nýliðinn áratug og þær breytingar sem orðið hafa á ís-
lenskri menningu:
þjóð vor er nú svo mjög á hvörfum og á þvílíku gelgjuskeiði, að
margskonar skaplyndi fá nú gott tækifæri til að njóta sín, tím-
inn vekur og þroskar hina margvíslegustu eiginleika, allskonar
menningarhreyfingar og skoðanir vaða nú uppi, draga menn í
allar áttir og valda allskonar andlegri baráttu.17
Hin „andlega barátta“ vísar ekki síst til þeirra átaka á milli þjóðlegrar
menningar og nútímamenningar sem Ragnar E. Kvaran fullyrðir í grein
frá árinu 1928 að hafi verið svo áberandi „að í tímaritum vorum hefir að
minsta kosti einslds efhis meira gætt“.18 A þriðja áratugnum verður það
viðhorf ríkjandi, að þéttbýlismyndun hafi hrundið íslensku þjóðlífi inn í
menningu nútímans og nauðsynlegt sé að takast á við birtingarmyndir
hennar. I þessu samhengi gegna evrópsku ismamir mikilvægu hlutverki
sem ein róttækasta birtángarmynd nútímans. Islenskir menntamenn líta
ýmist á hina nýju fagurfræði sem nauðsynlegan þátt í sköpun þróttmik-
illar íslenskrar menningar eða sem víti til varnaðar, er sýni hnigntm evr-
ópskrar siðmenningar, þar sem þjóðlegur arfur hafi glatað vægi sínu og
tengsl lifandi menningar við sögu og þjóðerni hafi flosnað upp. Engu að
síður má greina sameiginlega þræði í skrifum menntamanna um framtíð
16 Ragnar E. Kvaran, „Um bíl og st£l“, Eimreiðin, 1929, bls. 108-127, hér bls. 126.
17 Einar Ólafur Sveinsson, „Hugleiðingar um íslenzkar samtíðarbókmentir“, Iðunn,
1930, bls. 168-197, hér bls. 176.
18 Ragnar E. Kvaran, „Flóttinn“, Iðunn, 1928, bls. 7-25, hér bls. 8.
§5