Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 88
BENF.DIKT HJARTARSON
íslenskrar menningar á þessum tíma: flytja á inn það besta úr evrópskri
menningu en vernda íslenskt þjóðfélag fyrir spillingaráhrifum nútímans.
I því samhengi er ýmist litið á framúrstefiiuna sem birtingarmynd menn-
ingarlegrar úrkynjunar, ásamt djassi, kvikmyndum, firringu, sérh-æfingu
og pólitísku stjómleysi, eða sem nauðsynlegan þátt í mótun nýrrar
menningar er hægt sé að beita í baráttumú gegn pólitískri stöðnun og
áhrifum kapítalískrar múgmenningar. Framúrstefnan gegnir þamúg
mikilvægu hlutverki í skilgreiningu íslenskrar menningar innan nær allra
þeirra ólíku hugmjmdakerfa sem takast á tun forræði á þessum tíma og
leiða má að því rök að sjálf hugmyndin um íslenska meruúngu og íslenska
þjóðernisvitund á þriðja áratugnum hafi í raun verið óhugsandi án isvi-
anna. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á framúrsteínu sem virkri
starfsemi og hugmyndinni um íslenskaframúrstejhu. Hugmyndin tekur ekk
aðeins til örfárra tilvika, þar sem íslenskr listamenn taka upp aðferðir,
hugtök og fagurfræðilegar hugmjmdir etnópska framúrstefnuhópa.
Skrskotanir til ismanna og innleiðsla á fagurfræðilegum hugmyndum
þeirra eru í raun róttækr memúngarlegir gjörningar sem eru samofnir
vef orðræðna um íslenskt þjóðerni og memiingu á tímabilinu. Notkun
slagorða á borð við „fútúrismi“, „expressjónismi“ og „súrrealisnú“ er vís-
vituð ögrun við ríkjandi hugmyndir um þjóðlega menningu og harkaleg
viðbrögð við notkun þeirra hér á landi verða aðeins sklin í þessu ljósi. I
augum gagnrýnenda ber þessi ögrun vott uin alþjóðlega og byltingar-
sinnaða nútímahyggju og lýsir einlægum vilja til að brjóta upp ríkjandi
valdaafstæður í þjóðfélaginu.
III Framúrstefnúhugtakiö
Elsta þekkta dæmið um notkun hugtaksins „framúrste£na“ má finna í
áðurnefndum texta eftir Halldór Laxness frá 1950. Hugsanlega má þó
finna eldri dæmi og benda má á að Kristín Jónsdóttir notar hugtakð í út-
varpserindi árið 1954, sem bendir til þess að það hafi þegar á þeim tínia
verið nokkuð útbreitt í orðræðu íslenskra myndlistarmanna. I texta
Kristínar skrskotar hugtakð raunar fyrst og fremst til abstraktlistar, því
í útgefinni gerð erindisins ræðir hún um „abstrakt málverk“ í stað „fram-
19 „Þegar þú stendur fyrir framan það, sem nefht er abstrakt málverk, og Bnnur þar
enga þekkjanlega hluti úr veruleikanum, hvað skeður þá?“ (Kristín Jónsdóttir,
„Nokkur orð um myndlist“, Helgafell, 1954, bls. 13-20, hér bls. 18). „Þegar þú
86