Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 89
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
úrstefnu“.19 Onnur dæmi sýna, að heitið „framúrstefiia“ er ekki enn orð-
in viðtekin þýðing á „avant-garde“ á þessum tíma - þannig er „geysileg
frammúrsteíha“ t.a.m. þýtt með orðalaginu „a stupendous advance“ í
enskri þýðingu Alans E. Boucher á áðurnefiidum texta Laxness.20 Einnig
notar Laxness skylt hugtak, „frammúrbókmentir“, í gagnrýni sinni á
„tískubókmentdr“ samtímans í þýðingu á erindi um „vanda skáldskapar á
vorum dögum“ frá árinu 1954.21 „Frammúrbókmenntir“ er hér aftur á
móti notað sem þýðing á „avanceret litteratur“ eða „framsæknum bók-
menntum11.22
Hugtakið framúrstefna er enn í merkingarlegri mótun á sjötta áratugn-
um og því er fyrst beitt með markvissum hætti í Skáldatíma Laxness árið
1963. Með þeim texta festist hugtakið í sessi sem safnheiti yfir evrópsku
ismana á fyrri hluta 20. aldar. Hugtakið er þó ekki þýðing á „avant-garde“
heldur á því sem Halldór nefiúr „avantgardisma“.23 Athygh vekur að í
textanum er gerður skýr greinarmunur á „ffammúrstefnu“ og hernaðar-
hugtakinu „ffamvarðarsveit“, sem á sér beina samsvörun við franska orð-
ið „avant-garde“, en Halldór notar síðarnefnda hugtakið í umfjöllun um
þjóðfélagslegu skáldsöguna.24 Hugtakið framúrstefna beinir sjónum les-
andans aftur á móti að formrænum þáttum þeirra verka sem um ræðir og
stendur fyrir framan listaverk, sem kennt er við framúrstefhu og þú finnur þar enga
þekkjanlega hluti úr veruleikanum - hvað skeður þá?“ (Kristín Jónsdóttir, „Nokkur
orð um myndlist", Kristín Jónsdóttir. Listakona í gróandanum, ritstj. Aðalsteinn Ing-
ólfsson, Reykjavík: Þjóðsaga, 1987, bls. 173-182, hér bls. 179).
20 Halldór Kiljan Laxness, „Kjarval“, þýð. Alan E. Boucher, Jóhannes Sveinsson Kjarval,
Reykjavík: Helgafell, 1950, bls. 29-51, hér bls. 35. I síðari útgáfu textans leggur
Halldór raunar aukna áherslu á myndræna vídd hugtaksins og ræðir ekki lengur um
listamenn er hafi „mentast af skandinavískri skólastefnu“ heldur „af skandinavískri
afturúrstefnu“, sem kann að vera þýðing á franska heitdnu „arriére-garde“ („Kjar-
val“, Dagur ísenn. Rœða og rit, Reykjavík: Helgafell, 1955, bls. 27—43, hér bls. 32).
21 Halldór Kiljan Laxness, „Vandamál skáldskapar á vorum dögum. Fyrirlestur í Norsk
Studentersamfund í Osló 8. maí 1954“, Tímarit Máls og menningar, 2/1954, bls.
191-216, hér bls. 123-124.
22 Halldór Kiljan Laxness, „Digtningens problematik i vor tid“, Dagur í senn. Ræða og
rit, bls. 219-242, hér bls. 227. Loks má nefna, að árið 1925 er fjallað um útgáfu
„Unglingsins í skóginum“ í smttri tilkynningu í Alþýðublaðinu og sagt að hér sé á
ferðinni „kvæði í nýjum skáldskaparstíl (framúrlistastefnu)“ („Ritfregnir“, Alþýðu-
blaðið, 29. apríl 1925, bls. 1). Með hliðsjón af formála Halldórs með ljóðinu má þó
æda að „framúrlistastefna“ sé hér notað sem eins konar þýðing á heitinu „express-
jónismi".
23 Halldór Laxness, Skáldatími, Reykjavík: Helgafell, 1963, bls. 61.
24 Sjá: sama rit, bls. 56-63.
§7