Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 90
BENEDIKT HJARTARSON
bregður hulu yíir pólitískar skírskotanir hugtaksins ávant-garde. Sú stað-
reynd að Laxness notar heitið „frammúrstefna" sem þýðingu á hugtaldnu
„avantgardismi“ dregur fram tengsl við þá gagnrýni á avantgardisma sem
kom fram í skrifum marxískra fræðimanna um núðjan þórða áratuginn og
hafði orðið áberandi á sjötta áratugnum, eins og sjá má t.a.m. af gagnrýni
Georgs Lukács á dulræna andrökhyggju, þjóðfélagslega firringu og
formdýrkun avantgardismans.25 Orði<5 fi-amiírstefiia beinir sjónum að þeim
elítisma sem talinn er einkenna fagurfræði ismanna í þeirri gagnrýni.
Einnig hér má finna hliðstæður í skrifum Lukács, sem bendir á þær hug-
myndafræðilegu hættur sem felist í „sýndarróttækni“ og fagurfræðilegum
„flótta“ framúrstefnunnar, er slíti sig úr öllurn tengslum við menningu og
þjóðlíf samtímans og afsali sér möguleikanum á að taka virkan þátt í rót-
tækri þjóðfélagsbarátm.-6 Rætur framúrstefnuhugtaksins í texta Laxness
má rekja til marxískrar fagurfræði efdrstríðsáranna, þar sem skýr greinar-
munur hefur verið gerður á hugmyndum um hstrænar framvarðarsveitir
er taki þátt í starfi byltingarsinna og framúrstefnu er einkennist af elítisma
og afstöðuleysi. Þannig slítur íslenska hugtakið framúrstefna fagurfræði
hreyfinganna úr tengslum við menningarlegan aktívisma þeirra.
Mótun Ymgt'zksins fi'amúrstefiia er í raun nátengd umræðunni um ism-
ana á meginlandi Evrópu á eftirstríðsárunum, þegar hugtakið avant-
garde verður viðtekið sem listsögulegt heiti. Rit Renatos Poggioli Teoria
dell'arte d'avanguardia frá 1962 hefur átt veigamikinn þátt í að festa þetta
fræðihugtak í sessi og á það ekki síst við uin kenningu hans um tvær
„framúrstefnur“, sem hefur verið íyrirferðarmikil í fræðilegri umræðu
síðan. Að mati Poggiolis er hugtakið avant-garde nánast einvörðungu
notað í pólitískri merkingu um listrænar framvarðarsveitir frarn til loka
19. aldar. A þessum tíma liggja náin tengsl á milli pólitískrar og listrænn-
ar róttækni en „þessi samsvörun framvarðarsveitanna tveggja“ raknar
upp um 1880, þegar fagurfræðileg merking hugtaksins verður „mikil-
vægasta, í raun og veru eina merking“ þess.2/ Mat Poggiolis er mótað af
25 Hér má einkum benda á kaflann „Die weltanschaulichen Grundlagen des Avant-
gardeismus“ í ritinu Die Gegenwartsbedeutung des krítischen Realisnms sem kemur út
1957 (Georg Lukács, Essays iiber Realisnms, Neuwied, Berlín: Luchterhand, 1971,
bls. 457-603, hér bls. 467-499).
26 Georg Lukács, „„Grösse und Verfall" des Expressionismus", Essays iiber Realismus,
bls. 109-149, hér bls. 134 og 124.
Renato Poggioli, The Theory of the Avant-Garde, ensk þýð. Gerald Fitzgerald, Lond-
on: Belknap Press, 1968, bls. 12.
88