Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 91
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
hugmyndafræðilegn uppgjöri eftdrstríðsáranna og sá afmarkaði fagur-
fræðilegi skilningur á avant-garde-Ympiúámi sem hér kemur fram snið-
gengur uppnma og margþætta sögu hugtaksins. I skrifum evrópskra
framúrstefinumanna á fyrri hluta 20. aldar er avant-garde fyrst og fremst
myndhverfmg sem er beitt til að lýsa menningarstarfsemi þeirra hreyf-
inga sem um ræðir, hlutverki þeirra sem framvarðarsveita í baráttunni
fyrir nýjum þjóðfélagslegum veruleika, mótun nýrrar menningar eða
opnun annarra andlegra og skymænna vídda.
Það sjónarmið er almennt ríkjandi að saga hugtaksins avant-garde á er-
lendum málum sé nú þekkt og allt frá lokum sjöunda áratugarins hefur
hefðbundin saga þess verið rakin með minniháttar viðbótum. Hugtakinu
bregður fyrst fyrir í fagurfræðilegu samhengi í textum útópískra sósíalista
á fyrri hluta 19. aldar, þar sem það lýsir hlutverki listamanna við að veita
þegnunum innsýn í menningu og þjóðskipulag framtíðar. Mikilvægar
breytingar eru taldar verða á merkingu hugtaksins á síðari hluta 19. ald-
ar, þegar hugmyndir um fagurfræðilega og póhtíska „framúrstefhu“ taka
að greinast í sundur, m.a. í skrifum Heines og Baudelaires. Notkun hug-
taksins á þeim tífna er þó enn fremur tilviljunarkennd og bregður sjálfu
hugtakinu t.a.m. hvergi fyrir í textum Heines.28 I skrifum höfundanna
má vissulega sjá vísi að nýjum skilningi, þar sem hugmyndin um fram-
sæknar bókmenntir rofnar úr tengslum við hefðbundna pólitíska merk-
ingu orðsins. Texti Baudelaires sýnir þó jafhffamt, líkt og Calinescu hef-
ur bent á, að „heitið ffamúrstefha var ekki enn tengt þeirri tegund
hstrænnar öfgahyggju og þeim „tilraunaanda“ sem áttu síðar eftir að
verða undirstöðuþættir í fagurfræði framúrstefhunnar“.29 I þessu sam-
hengi er algengt að vísað sé til „bréfa ffá sjáanda“ (Lettres du Voyant) eftir
Rimbaud sem lýsandi dænhs um hvemig „framvarðarsveitimar tvær, hin
listræna og hin pólitíska, hneigðust til að renna saman“30 um 1870 - frá
slíku sjónarhorni þjóna textarnh í sexrn sem hápunktur og endapunktur
þeirrar sögu. Einnig hefur verið bent á að leiðir póhtískrar og fagur-
fræðilegrar róttækni skilji með skýmm hætti í skrifum franskra síð-
impressjónista og hefur Antoine Compagnon t.a.m. haldið því ffam að
texti Pauls Signac, „Impressionistes et révolutionnaires“ ffá 1891, sým að
28 Sjá: Benedikt Hjartarson, „Inngangur“, Yfirlýsingar, bls. 65.
29 Matei Calinescu, Five Faces ofModemity. Modemism, Avant-Garde, Decadence, Kitsch,
Postmodemism, Durham: Duke University Press, 1987, bls. 111.
30 Calinescu, Five Faces ofModemity, bls. 113.
89