Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 92
BENEDKT HJARTARSON
„merking orðsins „avant-garde“ hafði greinilega þokast í átt til fagur-
fræðilegs formahsma“.31 Færa má ýmis rök htrir þessu inati írá sjónarhóh
Compagnons, en efrir stendur að Signac notar heitið „avant-garde“
hvergi í textanum.32 Compagnon bendir raunar einnig á augljósari dæmi,
þ. á m. texta efrir Félix Fénéon frá árinu 1886, þar sem hinum nýju Hsta-
mönnum er slripað „í framvarðarsveit [avant-garde] impressjónismans“,
og bók Théodores Duret, Critique (Tavant-garde (1876)/' I bók Durets
vekur þó athygli, að „jafnvel í þessu tilviki er heitið aðems notað sem
safhheiti yfir annars óskildar greinargerðir og ekkert er rætt um það sem
slíkt“.34 Efrir stendur söguleg þverstæða: A því tímabih sem tahð hefur
verið mikilvægast í mótun hins fagurfræðilega framúrsteíhuhugtaks,
heyrir notkun þess til undantekninga.
Sláandi dæmi um hvemig fræðilegu avant-garde-hxígt-aki eftirstríðs-
áranna er varpað yfir á samtíma sögulegu framúrstefhunnar má einnig
finna í ritum PoggioHs og Calinescus. Poggioli frdljnðir að ritgerð Josés
Ortega y Gasset um „afmennskun listarinnar“ frá 1925 sýni að telrið sé að
Hta á evrópsku framúrstefhuna sem eina heild. \andinn er sá, að í textan-
um er hvergi rætt um „avant-garde“ og kemst Poggioli að efrirfarandi
niðurstöðu: „En Ortega y Gasset sem er sennilega eini höfrmdurmn hing-
að til sem hefur horfst í augu ríð vanda ffamúrsteíhulistar í heild [...] forð-
aðist alltaf heitið. Hann kaus fremur „afmennskuð Hst“, „abstrakt Hst“,
„ný“ eða „ung Hst“.“35 Svipaða túlkun má finna í umfjöllun Calinescus,
sem bendir réttilega á að Apollinaire er einn fyrsti framúrsteihuhöíund-
urinn sem beitir heitinu „avant-garde“ í hinni nýju, fagurtræðilegu merk-
ingu í grein um ítalska fútúrismann frá 1912. Að mati Calinescus birtist
hér nýr skilningur á hugtakinu, sem leggur gnmninn að fræðilegri slril-
greiningu þess á síðari tímum: „á öðrum áratug 20. aldar var [hugtakið]
31 Antoine Compagnon, Les Cinq paradoxes de la modmiité, París: Editions du Seuil,
1990, bls. 53.
32 Hér er þó nauðsynlegt að setja ákveðinn þTÍn'ara, þar sem aðeins var unnt að styðj-
ast við enska þýðingu á texta Signacs í þessari rannsókn: Paul Signac, „Impression-
ists and Revolutionaries“, Art in Tbeory 1815-1900. An Anthology of Cbanging Ideas,
ensk þýð. Christopher Miller, ritstj. Ch. Harrison, P. Wood og J. Gaiger, Oxford:
Blackwell, 1998, bls. 795-798.
33 Compagnon, Les Cinq paradoxes de la modemité, bls. 52.
34 Paul Wood, „The Avant-Garde and the Paris Communé', The Cballenge oftheAv-
ant-Garde, ritstj. P. Wood, New Haven, London: Yale University Press, 1999, bls.
113-136, hér bls. 114.
35 Poggioli, The Theory ofthe Avant-Garde, bls. 5-6.
9°