Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 93
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
framúrstefna [avant-garde] orðið nógn yfirgripsmikið til að lýsa ekki að-
eins einum eða öðram, heldur öllum þeim nýju skólum sem settu fram
fagurfræðilegar áætlanir er byggðu í meginatriðum á höftnm fortíðarinn-
ar og upphafningu hins nýja.“36 Efdr nokkrum krókaleiðum kemst fræði-
maðurinn síðan að þeirri niðurstöðu, að heitið „avant-garde“ sé í raun
„samheiti yfir það sem hann [Apollinaire] kallaði síðar esprit nouveau“,37
Lýsing Apollinaires á „hinum nýja anda“, í þekktum texta ffá 1917, fer oft
nærri notkun hans á hugtakinu „avant-garde“ í textanum frá 1912. Hann
notar heitið „avant-garde“ þó hvergi í textanum og það hlýtur að vekja
spumingar um rof og sviptingar engu síður en samfelluna í sögu hins
fagurfræðilega avant-garde hugtaks á fyrstu áratugum 20. aldar.
Nauðsynlegt er að móta fræðilegt greiningarhugtak í því skyni að
bregða upp mynd af sögulegu framúrstefhunni og leiða fram sameigin-
leg einkenni, hugmyndir og hneigðir í fagurfræði þeirra hreyfinga sem
til hennar teljast. Aðferð Calinescus og Poggiolis sýnir aftur á móti hætt-
una sem skapast, þegar síðari tíma fræðihugtökum - og um leið þjóð-
félagslegum afstæðum og hugmyndaffæðilegum átökum í menningar-
legu umhverfi greinandans - er varpað yfir á orðræðu framúrstefnunnar
sjálfrar. Textar Apollinaires, Baudelaires, Fénéons og Durets bera vissu-
lega vott um að framúrstefnuhugtakið öðlast nýja merkingu á síðari hluta
19. aldar og í upphafi 20. aldar. I þessu samhengi mætti einnig benda á
rit á borð við Literaturas europeas de vanguardia eftir Guillermo de Torre
(1925) og greinaflokk Theos van Doesburg, „Revue der Avant-garde“
(1921).38 A hinn bóginn verða engin afdráttarlaus skil. Hugtakið er áfram
notað í margbreytilegri merkingu, í ólíku samhengi og á ólíkum forsend-
um, bæði sem sögulegt flokkunarhugtak og sem myndhverfing. Greina-
flokkur van Doesburgs ber vott um þá margræðni sem enn einkennir
hugtakið á fýrri hluta þriðja áratugarins. Notkun hans á hugtakinu
„avant-garde“ svipar að mörgu leyti til texta Apollinaires frá 1912, hann
skilgreinir avant-garde sem slagorð er sameini „alla nútímalega og ofur-
nútímalega hópa alls heimsins“ í ,/Uþjóðasambandi andansu?9 Höfundur-
inn lýsir starfsemi byltingarsinna á sviði stjórnmála og fagurffæði þó um
36 Calinescu, Five Faces ofModemity, bls. 117.
Sama rit, sama stað.
38 Um texta de Torres og van Doesburgs, sjá nánar umfjöllun Huberts van den Berg
annars staðar í þessu hefd.
39 Hér vitnað eftir: Hubert van den Berg, Avantgarde und Anarchistnus. Dada in Ziirich
und Berlin, Heidelberg: Universitátsverlag C. Winter, 1999, bls. 46.
91