Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 95
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
arsmnuðum viðhorfum og dulspekihugmyndum, sem oft endurspegluð-
ust í mynd listrænnar framvarðarsveitar er brýtur af sér höft hefðbund-
innar rýmisskynjunar. Tengslin á milli hinnar andlegu framvarðarsveitar
og ijórðu víddarinnar koma m.a. skýrt fram í stefhuyfirlýsingu eftír
Alexej Krútsjonykh frá árinu 1913, þar sem rússneska kúbófútúrisman-
um er lýst sem tilraun til að opna upp „fjórðu einingu11 hins „æðra inn-
sæis“ og fullyrt er að „hstin [sé] í fararbroddi [avangarde] fyrir framþróun
sálarKfsins11.46 Mynd framvarðarsveitarinnar sprettur ekki af fagurffæði
fútúrismans sjálfs, heldur vísar Krútsjonykh til eins af lykilritum rúss-
neskrar dulspeki, Tertium organum (1911) eftír Pjotr Uspenskij, þar sem
hinu fagurfræðilega ímyndunarafli er ætlað veigamikið hlutverk við
sköpun nýrrar „alheimsvitundar“.47 Samkvæmt dulspeki Uspenskijs get-
ur skáldið opnað upp nýja, hugræna rökvídd með „ljóðrænum skilningi
sínum á heiminum11,48 en til þess verður það „að vera sjáandi: það verð-
ur að sjá það sem aðrir ekki sjá, það verður að vera galdramaður“.49
Texti Krútsjonykhs sýnir hvemig hugtakið avant-garde virðist einkum
koma fram í skrifum róttækra lista- og menntamanna þegar ólíkar orð-
ræður skarast; fagurfræðilegar, póhtískar og dulspekilegar orðræður sem
byggja á andröklegum skilningi á tungumáli, þróun og sögulegri fram-
vindu og leggja áherslu á leiðandi hlutverk hins fagurfræðilega ímynd-
unarafls. Fjölmörg dæmi má finna um margræðni hugtaksins í textum
sögulegu framúrstefhunnar og menntamanna sem stóðu henni nærri. I
texta eftír Gustav Landauer frá árinu 1900 renna saman við notkun hug-
taksins dæmigerð mælskulist þýsku æskulýðshreyfingarinnar, anarkísk
sjónarmið og fagurfræðilegar hugmyndir sem vísa í átt til expressjón-
isma50 og hhðstæða notkun á myndhverfingunni má finna víða bæði í text-
um þýskra expressjónista og í „áköllum“ fútúrista til ítalsks æskulýðs.51 I
46 Alexej Krútsjonykh, „Nýjar leiðir orðsins (tungumál framtíðarinnar drepur symból-
ismann)“, þýð. Ami Bergmann, Yfirlýsingar, bls. 187-201, hér bls. 189.
47 Hér er stuðst við enska þýðingu umrædds rits, en hún byggir á rússneskri útgáfu
textans frá árinu 1920: Petr D. Ouspensky, Tertium organum (1920), ensk þýð.
Claude Bragdon, Whitefish: Kessinger Pubhshing, 1998, bls. 331.
48 Sama rit, bls. 61.
49 Sama rit, bls. 162.
50 Sjá: Walter Fáhnders, „Avantgarde und politische Bewegungen", Text + Kritik,
9/2001, bls. 60-75, hér bls. 60.
51 Sjá t.a.m.: Emst Ludwig Kirchner, „Stefna „Die Briicke““, þýð. Benedikt Hjartar-
son, Yfirlýsingar, bls. 260; Umberto Boccioni o.fl., „Steftiuyfirlýsing fútúrísku
málaranna“, þýð. Aki G. Karlsson, Yfirlýsingar, bls. 106-110.
93