Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 96
BENEDIKT HJARTARSON
textum þýskra expressjómsta firá síðari hluta annars áratugarins er mynd
framvarðarsveitarinnar gjarnan beitt til að lýsa hlutverki hinnar nýju list-
ar við að móta þjóðfélag og menningu framtíðar.52 Loks bregður mtmd-
inni fýrir í keimlíkri notkun í lýsingu Richards Huelsenbecks á dada og
nauðsyn þess að „vísa án afláts til sarmra hagsmuna mannanna og berjast
fremst í flokki fýrir nýjum, farsælli tíma“.S3 Dæmin draga ffam þá rnarg-
breytilegu merkingu sem er tengd mynd hinnar listrænu „framvarðar-
sveitar" í orðræðu framúrstefnunnar á fýrsm áratugum 20. aldar.
Hin hefðbundna mynd af línulegri þróun avant-garde-\mgX:aksu\s ffá
pólitískri til fagurffæðilegrar skilgreiningar undir lok 19. aldar hefur leitt
til þess, að pólitískar hugmyndir um hina listrænu ffamvarðarsveit hafa
nær alfarið verið skoðaðar sem forleikur að tilurð hins „eiginlega“ ffam-
úrstefhuhugtaks. Viðvarandi notkun hugtaksins í róttækri stjórnmálaorð-
ræðu á fyrri hluta 20. aldar og áhrif hennar á notkun þess í skrifum
framúrstefnumanna allt fram á fjórða áratuginn hefur lítt verið rannsök-
uð. Einkum hefur verið horft ffamhjá notkun hugtaksins innan bylting-
arsinnaðra stjórnmálakenninga sem gegna mikilvægu hlutverki í menn-
ingargagnrýni framúrstefnunnar á tímabilinu en lenda síðar á jaðri
hinnar pólitísku umræðu, s.s. anarkisma, byltingarsinnaðs syndikalisma
og fasisma. Hér nægir að nefha dæmi á borð við texta Carls Schmitt, Die
geistesgeschictliche Lage des heutigen Parlamentarismus, þar sem verka-
mönnunum er lýst sem „brjóstfýlkingu heimsandans“ og „ffamvarðar-
sveit er hefur rétt á að grípa til aðgerða af því hún býr yfir réttri þekk-
ingu og vitund“,54 notkun Goebbels á mynd framvarðarins í ræðu við
opnun Ríkismenningardeildar (Reichskulturkammer) Þriðja ríkisins árið
193455 og heiti syndikalískra samtaka og tímarita á borð Hð Associazone
nazionale d'avangiiardia og Avanguardia socialista á Italíu.56
52 Sjá t.a.m.: Herbert Kúhn, „Expressjónismi og sósíalismi", þýð. Benedikt Hjartarson,
Yftríýsmgar, bls. 271-276; Ludwig Meidner, „An alle Kunsder, Dichter, Musiker“,
Die zwanziger Jahre. Manifeste und Dokumente deutscher Kunstler, ritstj. Uwe M.
Schneede, Köln: Dumont Buchverlag, 1979, bls. 41-43.
53 Hér vitnað efrir: van den Berg, Avantgarde und Anarchismus, bls. 283-284.
54 Hér vitnað efrir: Ingo Stöckmann, „Im reinen Raum. Júnger, Schmitt, Medien-
technik“, Raum, Wissen, Macht, ritstj. R. Maresch og N. Werber, Frankfurt am
Main: Suhrkamp Verlag, 2002, bls. 135-155, hér bls. 141.
55 Sjá: Hildegard Brenner, Die Kunstpolitik des Nationalsozialismus, Reinbek bei
Hamburg: Rowohlt, 1963, bls. 80-81.
56 Sjá: Zeev Sternhell, The Birth of Fascist Ideology. From Cultural Rehellion to Political
94