Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 97
AF ÚKKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
Þegar brugðið er upp þéttri lýsingu af sögu hugtaksins avant-garde
leysist hin línulega framvinda upp í óreiðukennda mynd sviptinga og
fjölræðni. Fram efdr 20. öld þjónar orðið íyrst og fremst sem mynd-
hverfing, sem ætlað er að lýsa leiðandi hlutverki hins fagurfræðilega
ímyndunarafls við sköpun nýrrar menningar, mótun nýrra andlegra rýma
og nýrrar heimsmyndar. Notkun myndhverfingarinnar afinarkast ekki
við skrif framúrstefhunnar, heldur bregður henni einnig fýrir með ólík-
um hætti í skrifum vestrænna menntamanna. Nauðsynlegt er að greina
með skýrum hætti á milli avant-garde sem sagnfræðilegs greiningarhug-
taks og notkunar orðsins í samtíma sögulegu framúrstefhunnar. Ekki ber
að hafiia notkun heitisins framúrstefna sem sagnfræðilegs flokkunarhug-
taks til að lýsa starfsemi evrópsku ismanna á fyrstu áratugum 20. aldar, né
heldur þeim áherslum á fagurfræðilega nýsköpun sem það hugtak felur í
sér. A hinn bóginn er nauðsynlegt að varðveita gagnrýna vitund um
sögulegan uppruna þessa ffæðihugtaks. I umræðu tun framúrstefhuna er
brýnt að hafa þennan vanda í huga, þar sem greiningarhugtakinu bregð-
ur fyrir í textum ffamúrstefhunnar sjálfrar. Ef greinandinn heldur sögu-
legri fjarlægð á viðfangsefnið, er rannsókn á notkun hugtaksins og mynd-
hverfingarinnar avant-garde í orðræðu sögulegu ffamúrstefhunnar vel til
þess fallin að varpa ljósi á hugmyndaffæðilegar forsendur, þekkingar-
fræðilegt samhengi og sjálfsfrnynd framúrstefhunnar, tengsl hennar við
hugmyndastrauma nútímans og átakalínur baráttunnar um menningar-
legt forræði við mótun nútímaþjóðfélagsins.
IV Framúrstefna og íslensk menning
Eftir þennan útúrdúr hlýtur sú spuming að vakna, hvaða þýðingu þetta
hafi fyrir umræðuna um íslenska framúrstefhu. Sú spurning kann jafhvel
að vakna, hvort það avant-garde-hugtak, sem lagður er grunnur að skil-
greiningu á hér að framan, sé ekki á skjön við þá fræðahefð sem hefur
skapast fýrir notkun hugtaksins hér á landi, þar sem „ffamúrstefna“ hefur
jafhan verið skilgreind með skfrskotun til formtilrauna og hefðarandófs,
líkt og einnig er algengt í skrifum fræðimanna er rita á ensku og rómönsk-
um málum. Þessu má svara á þann veg, að slík skilgreining hefur inn-
byggða hneigð til að vfkka og þynna út merkingu hugtaksins, líkt og sjá
Revohttion, ensk þýð. David Maisel, Princeton, New Jersey: Princeton University
Press, 1994, bls. 233-258 ogbls. 131-159.
95