Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 98
BENEDIKT HJARTARSON
má með skýrum hætti af inngangi Serges Fauchereau að endurútgáfu
bókarinnar Expressionnisme, dada, surréalisme et aufí'es ismes frá árinu 2001.
Samkvæmt skilgreiningu Fauchereaus tekur hugtakið avant-garde til „alls
þess sem er nýtt, alls þess sem dregur í efa og er þannig í viðvarandi eða
tímabundinni andstöðu“ við ríkjandi hefðir og menningu. Þannig tekur
hugtakið ekki aðeins til tilraunakenndrar listsköpunar í anda módernisma
í víðu samhengi, s.s. verka Joyce, Prousts, Flauberts og Klees, heldur nær
það einnig yfir sköpun „framsækinna“ rithöfunda og listamanna á ftTri
tímum, s.s. Shakespeares, Dúrers, Diderots og Corneilles. Niðurstaða
Fauchereaus er sú að hugtakið sé í raun ónothæft sem sagnffæðilegt
greiningartæki og kýs hann fremur að tala um ismana á fýrri hluta 20. ald-
ar en avant-garde có&firamúrstefnu.sl I stað þess að grípa til slíks ósögailegs
og víðs hugtaks er gagnlegra að styðjast við þá sögulegu, fagurfræðilegu
og félagsfræðilegu skilgreiningu í firamúrstefiiu sem lagður var gruimm' að
með riti Peters Burger árið 1974, þótt kenning hans þarfhist vitaskuld
endurskoðunar á mörgum stúðum. Sem slíkt gagnast hugtakið til að lýsa
starfsemi þeirra róttæku hreyfinga listamanna sem settu sfip simi á evr-
ópskt menningarlíf á fyrstu áratugum 20. aldar og varpa í senn ljósi á for-
sögu þeirra í fagurfræðilegum „skólum“ og ismum á síðari hluta 19. aldar
og efdrsögu þeirra frá miðbiki 20. aldar til samtímans.
Vert er að hafa í huga, að skorturinn á hugtaki yfir avant-garde hér á
landi á fyrstu áratugum 20. aldar er í raun dæmigerður fyrir etuópska
fagurfræðiumræðu þessa tíma. Sé horft til þess, að heitið avant-garde er
fyrst og fremst notað sem myndhverfmg í skrifum etuópskra mennta- og
listamanna á fyrstu áramgum 20. aldar, vaknar ennfremur sú spurning,
hvort greina megi ummerki þeirrar myndhverfingar í íslenskri fagur-
fræðiumræðu, hvort önnur hugtök en „framúrstefha“ hafi hugsanlega
gegnt því myndhverfa hlutverki við skilgreiningu á hlutverki framsæk-
innar listsköpunar sem heitið avant-garde gegndi á öðrum evrópskum
málum. I skrifum þeirra íslensku rithöfunda, Laxness og Þórbergs, sem
skilgreina verk sín á öðrum og þriðja áratugnum með skírskotun til evr-
ópsku ismanna, fela hugtökin síður í sér skírskotun til tiltekinna framúr-
stefnuhreyfinga en almenna vísun til hinna nýju isma, þar sem hugtök á
borð við expressjónismi, fútúrismi og súrrealismi verða víxlanleg. Mörk
tvwÆhugtakanna eru óljós og þau eru í raun notuð sem eins konar sam-
S7 Serge Fauchereau, „L’adolescence d’un siécle", Expressionnisme, dada, surréalisme et
autres ismes. Essai, París: Éditíons Denoél, 2001, bls. 7-19, hér bls. 7-8.
96