Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 99
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
heitd yfir það sem við nú til dags köllum framúrsteftiu. Slíka notkun á
hugtakinu „expressjónismi“ má einnig finna í skrifum gagnrýnenda á
þriðja áratugnum, líkt og sjá má t.a.m. af greinaskrifum Alexanders Jó-
hannessonar frá upphafi þriðja áratugarins, þar sem „expressjónismi“
tekur jafnt til fútúrisma, kúbisma, dadaisma og expressjónisma í þrengri
skilningi.58 Loks má hér nefna deilurnar um sýningu Finns Jónssonar á
CaféRosenberg í nóvember árið 1925.1 grein sem birtist í Morgunblaðinu
22. júlí 1925 höfðu tengsl Finns við „listaverslunina Sturm“ verið gerð
að umræðuefni og fullyrt að hún „taki ekki myndir nema þær sjeu gerð-
ar í anda nýtískustefnanna11.59 I grein eftir Valtý Stefánsson, ritstjóra
blaðsins, sem birtist íjórum dögum síðar, var ekki lengur rætt um verk í
anda „nýtískustefnanna“, heldur um upphafningu Der Sturm á þeirri list
„sem lifir í anda expressionisma“.60 I grein sem birtist sama dag ræðir
Finnur starfsemi „útgáfufélagsins“ Der Sturm og fullyrðir að það
„ber[ji]st fyrir þeirri steínu, sem á útlendu máfi nefnist Expressionismus
og sem ekkert er bundin við tísku eða dutlunga einnar eða annarar fista-
verslunar“.61 Máfi sínu til stuðnings bendir Finnur á að nokkrir „nútím-
ans tilþrifamestu hstamenn“ hafi tengst félaginu, þeirra á meðal Chagall,
Albert Gleizes, Franz Marc, Picasso og Artsjipenko. Þessi víða skilgrein-
ing á expressjónisma, þar sem hugtakið tekur í senn til kúbisma, kon-
strúktívisma, fauvisma og dada, fellur að þeirri skilgreiningu sem kemur
fram í skrifum Herwarths Walden og er ráðandi í ímynd Der Sturm á
þessum tíma.62 Sú víða skilgreining á expressjónisma sem hér birtist,
sýnir að varasamt er að túlka gagnrýnina á sýningu Finns á þann veg að
58 „Sumir nefna og einu nafni expressionismus þessar áðumefndu listategundir futur-
ismus, kubismus o.fl. Og má það til sanns vegar færast, því að aðaleinkenni innsýnis-
listarinnar [þýðing Alexanders á ,,expressionismus“] sjást líka í kubismus, dadaismus
o.s.frv.“ Alexander Jóhannesson, „Nýjar hstastefnur", bls. 41.
59 Þeir textar sem tengjast áðumefhdum deilum eru teknir saman undir heitinu
„Blaðagreinar 1921-1929“ í riti Franks Ponzi, Finnur Jónssm. Islenskur brautryðj-
andi, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1983, bls. 48-51, hér bls. 48. Að aftan er vitn-
að til umræddra texta undir heitinu „Blaðagreinar 1921-1929“.
60 „Blaðagreinar 1921-1929“, bls. 49.
61 Sama rit, bls. 48.
62 Sjá umfjöllun Huberts van den Berg annars staðar í þessu riti. Einnig er vert að hafa
í huga að umræðan um evrópsku framúrstefnuna berst að miklu leyti hingað til lands
í gegnum danska menningarumræðu, þar sem hin víða skilgreining Waldens á ex-
pressjónisma var viðtekin, sjá: Hanne Abildgaard, „The Nordic Paris“, The Avant-
garde in Danish and European Art 1909-1919, ritstj. Dorthe Aagesen, Kaupmanna-
höfh: Statens Museum for Kunst, 2002, bls. 172-187, hér bls. 182-183.
97