Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 100
BENEDIKT HJARTARSON
það hafi einkum verið „fylgi Finns við þýska expressjónismann og ágæti
þeirra stefnu sem mönnum [hafi] orðið tíðrætt um“ en abstraktmyndir
hans hafi ekki „vakið sérstaka athygli eða þótt ögra smekk manna“.63 I
skrifum íslenskra menntamanna og listgagnrýnenda á þriðja áratugnum
vísar „expressjónismi“ jafnt til verka sem flokkast myndu undir expres-
sjónisma frá listfræðilegu sjónarhorni okkar tíma og verka sem ffemur
myndu flokkast undir abstraktverk eða fígúratívar abstraksjónir.
I stað þess að einblína á fagurfræðilegar og forinrænar hliðstæður við
fagurfræði framúrstefnunnar í verkurn íslenskra listamanna og rithöf-
unda, er gagnlegra að varpa fram spurningum um virkni ismahugtakanna
í íslensku menningarsamhengi. Aþriðja áratugnum er notkun slíkra hug-
taka ögrandi málgjörningur, vísunin til etnópsku framúrstefnunnar er
tákn um róttæka nútímahyggju og felur í sér ákall um byltingarkennda
nútímavæðingu íslenskrar menningar. Þannig er varasamt að líta t.a.m. á
notkun Laxness og Þórbergs á ismaheitunum sem einangrað fyrirbæri í
textum þeirra. Skrif Laxness um ismana tengjast greinaskrifum hans um
íslenska nútímaljóðlist, drengjakollinn, rafvæðingu sveítanna og fleiri
svið íslenskrar samtímamenningar á þriðja áratugnum. I skrifum Þór-
bergs á fýrstu áratugum 20. aldar fléttast saman tilraunakennd ljóðlist,
sósíalísk viðhorf og guðspekihugmyndir í viðleitni til að endurskilgreina
undirstöður íslensks þjóðlífs í ljósi evrópskrar nútímamenningar. Grein
Eiríks Sigurðssonar, „Rómantíska stefhan nýja“ frá árinu 1928, sýnir
með hversu róttækum hætti skrif Þórbergs vega að ríkjandi hugmyndum
tímabilsins um íslenska þjóðmenningu. Eiríkur beinir sjónum að leiðandi
hlutverki bókmenntanna, gerir ítarlega grein fyrir og vitnar í löngu máli
í skrif danska ritdómarans Jorgens Bukdahl um endalok raunsæisstefn-
unnar og upphaf hinnar nýju rómantíkur, sem hann segir byggja á virð-
ingu fyrir norrænni menningararfleifð: „Og á þessuin tímum, þegar E\t-
ópa berst á milli Nirwanadýrkunar, Tagoredýrkunar, guðspeki og
spíritisma annars vegar og blindrar skemtanafíknar, grímuballs-æðis og
expressionisma hins vegar, virðist þjóðernistilfinningin vera hið eina
fasta og örugga, er byggja megi á.“64 Skrif Þórbergs á öðrum og þriðja
63 Júlíana Gottskálksdóttir, „Tilraunin ótímabæra. Um abstraktmyndir Finns Jónsson-
ar og viðbrögð við þeim“, Arbók Listasafns Islands 1990-1992, Reykjavík: Listasafh
fslands, 1993, bls. 74—103, hér bls. 97.
64 Eiríkur Sigurðsson, „Rómantíska stefnan nýja“, Iðunn, 1928, bls. 353-369, hér bls.
361-362.
98