Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 101
AF XJRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
áratugmim flétta með margvíslegum hætti saman þeim tveimur sviðum
sem hér er lýst sem augljósustu meinsemdum evrópskrar nútímamenn-
ingar. Umræðan um virkni ismanna í menningarumræðu þriðja áratugar-
ins leiðir í ljós kosti þess að halda í íramúrstefiiuhugtak sem er afinarkað
við starfsemi hreyfinga er beita sér fýrir róttækri menningarlegri endur-
nýjun og sköpun nýrrar fagurfræðilegrar hugveru, í stað þess að hverfa
til víðs, fagurfræðilegs framúrstefhuhugtaks sem er sögulega illa ígrund-
að. Jafiivel þótt slíkar hreyfingar hafi ekki komið fram hér á landi er
rn\nd þeirra til staðar: Hugmyndin nm íslenska framúrstefnu er lifandi í
orðræðu íslenskra menntamanna, ýmist sem útópísk sýn, aðsteðjandi ógn
eða hugmyndafræðilegt spor þeirrar e\nópsku menningarumræðu sem
mótar hugmyndir um íslenska menningu og þjóðemi á tímabihnu.
Saga framvarðarmyndmálsins innan íslenskrar menningar varpar for-
vitnilegu ljósi á þetta samhengi. Þetta á ekki síst við um mynd bratitryðj-
endanna, sem er áberandi á fyrstu áratugum 20. aldar og virðist að mörgu
1 eyti hafa gegnt hhðstæðu hlutverki í íslenskri menningarumræðu tíma-
bilsins og avant-garde á erlendum málum. Einnig hér einskorðast notkun
myndhverfingarinnar ekki við orðræðu þeirra hstamanna og rithöfunda
sem taka upp heiti og fagurfræðihugmyndir evrópsku ismanna, heldur set-
ur hún svip á óHkar orðræður um íslenska menningu, allt ffá skrifum
ffamsækinna rithöfúnda og listamanna til texta menningarlegra íhalds-
sinna er leggja áherslu á varðveislu íslensks þjóðemis og menningararfs
andspænis ógn ismanna og annarra birtingarmynda alþjóðahyggju og nú-
tímamenningar. Þá notkun á hugtakinu sem hér um ræðir má greina
a.m.k. frá upphafi þriðja áratugarins fram undir miðjan fimmta áratuginn.
I Eddn fullyrðir Þórbergur Þórðarsonar að hann sé „fyrsti og ef til vill eini
meðvitandi fútúristi í íslenzkum bókmentum, aukþess sem hann telur sig
einnig að ýmsu leyti brautryðjanda í öðrum greinum bóklegra mennta“.65
I grein eftir Jón Stefánsson sem birtist í Oldinni árið 1935 er fjallað um
„Kubismus“, „Expressionismus, Dadaismus og Surreahsmus“ og brugðið
upp dulrænni mynd af hstamanninum sem sjáanda:
Sá mikh hstamaður er víðfeðmari, en þeir sem í kringum hann
eru. Elann sér fleira og lengra, í honum k\ikna nýjar kenndir.
Það, sem hann sýnir, virðist off í fljótu bragði óskiljanlegt,
63 Þórbergur Þórðarson, Edda Þórbergs Þórdarsonar, Reykjavík: Heimskringla, 1941,
bls. 104.
99