Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 102
BENEDIKT HJARTAESON
kannske ekki einu sinni fallegt [...] En lærist manni að skilja
það, þá skapar það mikla hugargleði, þ\'í að það opnar nýjar
brautir í heila manns, nýjar kenndir vakna og nýtt viðhorf -
víðari heimur rís úr þoku.66
í texta efrir Jóhannes úr Kötlum frá 1947 er fullyrt að listamaðurinn sé
„brautrj^ðjandinn11, hinn „byltingasinnaði sköpuður, sem brýtur niður hið
gamla og úrelta og bendir á það nýja, sem koma skal“.671 grein Þorvald-
ar Skúlasonar, ,JVfálaralist nútímans“, er einnig íjallað um impressjómsma
og kúbisma og þá frönsku og spænsku listamenn sem „hafa orðið ffemstu
brautryðjendur í myndlist tuttugustu aldarinnar“.68 I ræðu Guðmundar
Finnbogasonar við setningu „fyrstu almennu íslensku listasýningarinnar“
árið 1919 má ennffemur finna dæmi um hvernig mynd brautryðjendanna,
eða nánar til tekið landnámsmannanna, fléttast saman við þjóðernissinnað-
ar hugmyndir um endurreisn íslenskrar menningar: eð himii ungu ís-
lenzku myndalist er hér hafið nýtt landnám [...] vér eigum þegar nokkra
landnámsmenn, er með fullum myndugleika hafa farið eldi listarinnar urn
fögur héruð og helgað þjóð sinni þau.“69 I þessu samhengi má einnig
benda á skrif Jónasar frá Hriflu í upphafi fimmta áratugarins, þar sem höf-
undurinn ræðir um „aldarlokaþreytu“ og „einkennilega úrkynjunar-
stefnu“ í evrópskri nútífinalist, er hafi birst í því „að svokallaðir brautryðj-
endur meðal málara tóku að sækjast efrir fordæmum, sem voru ljót og
ófullkomin, í stað þess að tigna fegurð og göfgi“70 ólíkt þeim „brautryðj-
endu[m] íslenzkrar myndhstar“ sem „höfðu óbeit á öfgastefnum og öfg-
ahreyfingum samtíðarinnar“.71 Viðhorf af þessu tagi, þar sem harkaleg
gagnrýni á ismana fer saman við upphafningu á brautryðjendahlutverki
listarinnar, koma einnig fram í gagnrýninni orðræðu þriðja áratugarins. I
66 Jón Stefánsson, „Nokkur orð um myndlist", Jón Stefánsson 1881-1962, ritstj. Karla
Kristjánsdóttir, Reykjavík: Listasafh Islands, 1989, bls. 79-85, hér bls. 84.
67 Jóhannes úr Ködum, „Hugleiðingar um líf og list“, Re'ttur, 2/1947, bls. 136-151,
hér bls. 145.
68 Þorvaldur Skúlason, ,JVIálara]ist nútímans“, Tímarit Máls og menningar, 2/1942, bls.
152-164, hérbls. 152.
69 Guðmundur Finnbogason, „Ræða við setningu fyrstu almennrar íslenzkrar
listasýningar í Reykjavík, 31. ágúst 1919“, Morgunblaðið, 2. sept. 1919, bls. 2.
70 Jónas Jónsson, „Hvíldartími í bókmenntum og listum“, 1. hlutí, Tíminn, 6. des.
1941, bls. 500-501, hér bls. 500.
71 Jónas Jónsson, „Hvíldartími í bókmenntum og listum", 3. hluti, Tíminn, 18. des.
1941, bls. 520-522, hér bls. 520.
ioo