Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 103
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VTTUM OG SJÁENDUM
/ / /
grein frá árinu 1921 ræðir Magnús A. Amason um nauðsyn þess að Is-
lendingar sneiði hjá þeirri ,,gereyðing[u] (Anarchism) í heimi hstarinnar“
sem einkenni fútúrisma og aðra isma, sem muni „alt vera augnabhksból-
ur, sem hjaðna í súgi áranna“.72 Magnús lýsir brautryðjendahlutverki hsta-
manna, skálda og vísindamanna aftur á móti þannig, að þeim beri að
„greiða göm mannskynsins og íjarlægja það frá dýrinu, leiða það inn til
guðheima fegurðar og visku, úr ófegurð helheims og fáfræði'V2 3 Braut-
n'ðjendahugtakið er þó vitaskuld ekki eina birdngarform ffamvarðar-
myndmálsins á fyrri hluta 20. aldar. Hér má einnig benda á hlutverk „vit-
ans“ í umræðu þriðja áratugarins um andlega vakningu nútímans, en sú
mynd er ekki síst áberandi í skrifum íslenskra guðspekinga og skilgrein-
ingum þeirra á hlutverki hstamannanna sem sjáenda. Líkt og í áður-
nefndri grein Magnúsar birtist í skrifum guðspekinga nýplatonsk tví-
hyggja um brautryðjendahlutverk hstarinnar, sem talin er gegna leiðandi
hlutverki við að hefja manninn úr skuggaveröld fáfræðinnar upp á svið
guðlegrar fegurðar og visku. I greinaskrifum Sigurðar K. Péturssonar frá
síðari hluta þriðja áramgarins birtist ákall til Hstamanna um að gegna
hlutverki sjáenda við mótun nýrrar andlegrar menningar:
Og þér sem erað skáld, listamenn, vísindamenn og fræðimenn,
þér sjáið miklar sýnir og dýrðlegar. Listimar göfgast, skáldskap-
ur gerist fegri og háfleygari en hann var áðr, vísindin eflast meir
en nokkra sinni, náttúran lýtr höfði að kalla má, gerist auðmjúk
þema mannsandans. Framtíðin ljómar öll, dýrleg, undursam-
leg. Oss tekur að dreyma stóra drauma og dásamlega. 4 5
Skáldum og hstamönnum er hér ædað mikilvægt hlutverk, ásamt guð-
spekingum, sem vitar er vísa mannkyninu leið til framtíðar: „Knör menn-
ingarinnar sighr um hið úfna haf vanþekkingarinnar og mundi stranda á
skerjum algerrar veraldarhyggju ef [...] andleg mikilmenrLÍ væra ekki sett
af forsjóninni eins og vitar, er lýsa langt á haf út.“-
2 Magnús Á. Ámason, „Um Listir alment", Eimreidin, 1921, bls. 67-78, hér bls. 72.
75 Sama rit, bls. 78.
4 Sigurður K. Pétursson, „Hjátrú“, Gangleri, 4/1925, bls. 22-37, hér bls. 36-7.
5 Sigurður K. Pétursson, „Fomaldar guðspekingar“, Gangleri, 1/1926-1927, bls.
41-57, hér bls. 57. Olflct því sem gerist í öðrum skrifum um framtíð íslenskrar
menningar á þriðja áratugnum virðist umræðu um evrópsku ismana ekki bregða
fyrir í textum guðspekinga. Umræðan um hina nýju Ust innan íslenskrar guðspeki-
umræðu virðist afmarkast við almennar skírskotanir til hinnar nýju hstar og vakn-
IOI