Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 104
BENEDIKT HJARTARSON
Loks er hér vert að beina sjónum að grein Einars Olgeirssonar, „Er-
lendir menningarstraumar og Islendingar“, frá árinu 1926. Textinn er
forvitnilegt dæmi um hvernig leitast er við að skilgreina hluttærk ism-
anna innan byltingarorðræðu sósíalismans á þriðja áratugnum. Enn-
fremur má líta á grein Einars sem marktærðustu tilraun tímabilsins til
að setja fram kenningu um hlutverk listrænna brautryðjenda í íslenskri
menningu. Utgáfusamhengi textans kallar á nokkra umræðu. Greinin
birtist í í}usta hefti Réttar sem gefið var út undir ritstjórn Einars eftir
að róttæklingar innan Sósíalistaflokksins höfðu fest kaup á tímaritinu í
því skyni að skapa sameiginlegan vetttung fyrir skrif í anda byltingar-
sinnaðs sósíalisma. I greininni er sett fram harkaleg gagnrýni á viðtekn-
ar hugmyndir um „þjóðlega menningu“ og varðveislu hennar. xLnd-
spænis slíkum hugmyndum leggur höfundurinn áherslu á að skapa
þróttmikla íslenska nútímamenningu er tileinki sér það besta úr evr-
ópskum samtíma. Þar vísar hann ekki aðeins til iðnvæðingar og póli-
tísks byltingarstarfs, heldur einnig til afurða evrópskrar nútímamenn-
ingar, þar sem ismamir gegna veigamiklu hlutxærki, eins og sjá má af
upphafi textans:
Vjer höfum dregist inn í hringiðu heimsverslunar og heims-
menningar [...] Sjóndeildarhringur vor hefir víkkað svo undr-
um sætir fyrir kraftaverk skapandi anda á samgöngusviðinu.
Vjer, sem áður lásum aðeins kver og sálma og postillur og
ingarhlutverks hennar. Þó er vert að hafa hugfast, að umfjöllun um tengsl guðspeki
og íslenskrar nútímalistar og -bókmennta er ábótavant og því má ætla að þáttur guð-
speki í íslenskri menningarsögu sé ekki enn að fullu sýnilegur. Hér má t.a.m. benda
á tengsl guðspeki og tilraunakenndra skrifa Þórbergs Þórðarsonar á öðrum og þriðja
áratugnum, sem og dulspekileg einkenni á verkurn íslenskra myndlistarmanna.
Þannig hefur Aðalsteinn Ingólfsson t.a.m. bent á dulspeldlegan táknheim í fristu
verkum Jóns Stefánssonar (,Jón Stefánsson, Griinewald, Matisse og Picasso. Hug-
Ieiðingar um þrjár myndir“, Arbók Listasafiis Islands 1990-1992, Reykjavík: Listasafn
Islands, 1993, bls. 12-29), áuk þess sem hann hefur bent á að verk Magnúsar A.
Amasonar frá þriðja og fjórða áratugnum séu „angi af meiði esþetískrar / guðspeki-
legrar myndhstarstefnu í íslenskri myndlist sem lítið hefur verið rannsökuð“ - í
þessu samhengi bendir Aðalsteinn einnig á verk Einars Jónssonar, verk Kjarvals frá
öðrum og þriðja áratugnum, verk Baldvins Björnssonar frá fyrri hluta annars áratug-
arins og „táknsæjar afstraktm}mdir“ Finns Jónssonar (Aðalsteinn Ingólfsson,
,JVIyndsýn fjölhagans. Hugleiðingar um myndlist Magnúsar A. Arnasonar", Magnús
Arsæll Amason, ritstj. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn,
1999, bls. 19-22, hérbls. 21).
102