Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 106
BENEDIKT HJARTARSON
sendum haínar hann aðgreiningunni í „þjóðlega menningu“ og „nútíma-
menningu“ og leggur grunn að skilgreiningu ,,„þjóðlegrar“ nútíma-
menningar".81 Hér birtist þó tvíbent viðhorf til nútímamenningar, því
Einar telur í senn nauðsjmlegt að opna íslenskt þjóðlíf fyrir heillavænleg-
um áhrifum nútímans og að vernda það fyrir „alþjóðlegu böh“ hans, en
til þess teljast „smekkspillandi „reifarar“, ljelegar Hdkmtmdir, siðlausar
venjur o.fl. o.fl.“.82 Mótun „þjóðlegrar nútímamenningar“ er að mati
Einars í höndum „stórhuga og djarfs æskulýðs“ íslenskra „brautryðj-
enda“.83 Hann lýsir evrópsku ismunum ekki aðeins sem birtingarmynd
róttækrar æskulýðsmenningar. Hann setur afstöðu menningarlegra
íhaldssinna hér á landi jaíhframt í sögulegt samhengi og lýsir þeim sem
varðmönnum úreltrar hefðar andspænis ffamsæknuna öflurn sögunnar
með þttí að draga upp hliðstæðu Hð deilurnar um raunsæissteinuna á 19.
öld, þegar „brautryðjendum nýrra hreyfinga“ hafi verið tekið sem vágest-
um er myndu leiða íslenskan æskulýð „út í botnlaust forað spillingarinn-
ar“.84 Slík gagnrýni er að mati Einars mörkuð af skaðvænlegri andúð á
ffamförum og erlendum áhrifum og hann leggur áherslu á núkilvægt
hlutverk þessara „brautryðjenda“ við að endurnýja íslenska menningu:
„Andinn og brautryðjendur nýs hugsunarháttar, eru ekki bundnir við
landamæri; hugsanirnar eru tollfrjálsar og alþjóðlegar og á þær má eng-
ar „þjóðlegar“ hömlur leggja.“85 I niðurlagi greinarinnar er loks lögð
áhersla á brautryðjendahlutverk íslenskrar samtímalistar: „Brautryðjend-
um núverandi kynslóðar legst því það mikla vandaverk á herðar, að verða
leiðsögumenn þjóðar sinnar á einhverjum mesta stormtíma, sem yfir
mannkynið hefir komið. Það veitir því ekki af Htum í villumyrkri því,
sem yfir oss hvílir.“86 Niðurlagið varpar fonátnilegu ljósi á þá umræðu
um ismana sem opnar greinina. Einar virðist sjá fyrir sér öfluga íslenska
framúrstefhu er muni skipa sér í flokk með hinni pólitísku ffamvarðar-
sveit og leggja grunn að íslenskri nútímamenningu. Nokkuð örðugt er að
gera skýra grein fyrir framtíðarsýn Einars, en sé litið til sósíalískrar
fagurfræði þessa tíma og upphafningar Einars á véla- og tæknimemaingTi
nútímans, virðist hann einna helst sjá fyrir sér að hér á landi komi fram
81 Einar Olgeirsson, „Erlendir menningarstraumar og Islendingar“, bls. 11.
82 Sama rit, bls. 20.
83 Sama rit, bls. 13
84 Sama rit, bls. 16-17.
85 Sama rit, bls. 19.
86 Sama rit, bls. 23.