Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 107
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
einhvers konar öflug konstrúktívísk framúrsteínuhreyfing, þar sem lista-
menn myndu taka þátt í að byggja upp byltingarkennda menningu.8
Grein Einars er lýsandi dæmi um marxíska menningarpólitík þriðja ára-
tugarins, þegar viðhorf til hstsköpunar einkenndust af nokkurri víðsýni
og leitað var nýrra fagurfræðilegra leiða.
Þegar umræðan um fagurfræði ismanna hér á landi er skoðuð í víðu
samhengi koma í ljós mynstur sem eru frábrugðin þeirri mynd af ein-
angruðum tilvikum um viðtökur á framúrstefnunni sem jafhan er brugð-
ið upp í íslenskri lista- og bókmenntasögu. Sé litið yfir sögu avant-garde-
hugtakins á þeim forsendum að hér sé fýrst og fremst um að ræða
myndhverfingu kemur einnig fram í íslenskri menningarsögu óvænt
samhengi, þar sem hugmyndir um framsækna listsköpun fléttast saman
við mynd framvarðarsveita, brautryðjenda, sjáenda og andlegra vita.
Umræðan um ismana hér á landi er jafnframt dæmigerð fýrir hið evr-
ópska menningarsamhengi í meginatriðum. Einnig í fagurfræðilegri um-
ræðu á meginlandinu má greina margvísleg hugmyndafræðileg átök í
notkun framvarðarmyndmálsins, þar sem ólíkir hópar gera tilkall til hlut-
verks hinnar menningarlegu og andlegu framvarðarsveitar og skilgreina
fagurfræði ismanna á sínum eigin hugmyndafræðilegu forsendum.
V Ismarnir í orðrœðu íslenskrar þjóðemishyggju
Grein Einars Olgeirssonar er um margt lýsandi fýrir hugmyndafræðilegar
þverstæður í umræðunni um ismana hér á landi. Þetta á ekki síst við um
blöndu þjóðemissinnaðra viðhorfa og alþjóðahyggju í textanum. Einar
ræðir annars vegar um nauðsyn þess að opna íslenska menningu fýrir
áhrifum nútímamenningar, hins vegar telur hann æskilegt að taka mið af
sérstöðu íslenskrar menningarhefðar. Ahersla Einars á alþjóðahyggju
ffamúrstefhunnar endurspeglar í senn alþjóðahyggju kommúnismans og
orðræðu sögulegu framúrstefnunnar, sem gjarnan skilgreinir sig með vís-
unum til alþjóðlegrar eða „yfirþjóðlegrar“ vakningar.88 Grunnurinn að
87 Hugmyndir af þessu tagi voru víða áberandi í orðræðu róttækra listamanna og marx-
ista á þessum tíma eins og greina má t.a.m. af þeirri þróun í framúrstefnulist sem
verður í Mið- og Austur-Evrópu, sjá: Christina Lodder, „Art into Life. Intemation-
al Constructivism in Central and Eastem Europe“, Central European Avant-gardes,
Exchange and Transformatim, 1910-1930, ritstj. Timothy O. Benson, Cambridge,
Massachusetts, London: MIT Press, 2002, bls. 173-198.
88 Um hugtak hins „yfirþjóðlega" í orðræðu framúrstefnunnar, sjá: Hubert van den
io5