Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 108
BENEDIKT HJARTARSON
slíkum skilgreiningum er lagður þegar í upphafi annars áratugarins, líkt
og sjá má t.a.m. af alþjóðlega framúrstefhutímaritinu Der Blaue Reiter, en
á þriðja áratugnum kemur einnig fram vaxandi alþjóðahyggja á svæðum
sem tilheyra fremur jaðri hins ewópska menningarsvæðis og brugðist er
við alþjóðahyggju framúrstefnunnar með marg\hslegmn hætti.89 Alþjóða-
hyggjan er ekki síður í forgrunni í andframúrstefhu þriðja áratugarins, þar
sem ismunum er lýst sem birtingarmynd alþjóðlegs „menningarbolsév-
isma“.90 Þegar á fyrstu áratugum 20. aldar má greina sterka hneigð í skrif-
um íhaldssinna til að tengja ffamúrstefnuna túð alþjóðahyggju og heims-
byltingu bolsétúsmans og slík vdðhorf koma fram hér á landi þegar í grein
Alexanders frá 1920, þar sem framúrstefhmini er lýst sem „bolsjevíkahst“
er stefhi að tortímingu menningar og þjóðlegrar listsköpmrar.91 Nokkru
forvitnilegri eru hinar þjóðemissinnuðu áherslur í texta Einars, þ\d þær
sýna að nokkur sátt ríkti á meðal íslenskra menntamanna á þriðja áratugn-
um um að nauðsynlegt væri að stýra móttökunum á nútímamenningu eft-
ir ffemsta megni, þótt ýmist hafi verið litið á ismana í því samhengi sem
hreina birtingarmynd siðspillingar eða sem afl er hægt væri að beita við
mótun nýrrar íslenskrar menningar. Þannig endurspegla þjóðernis-
áherslur Einars menningarumræðu tímabilsins, þar sem sjóndeildarhring-
urinn skorðast af forsendum þjóðernishyggju.
Þessar skorður koma glögglega fram í deilmium mn sýningu Finns
Jónssonar. Sameiginlegt einkenni á þeim ólíku viðhorfum sem þar koma
ffam er áherslan á þjóðernið. Valtýr Stefánsson fullyrðir að enn geti ræst
úr ferli Finns „ef hann sekkur sjer ekki um of niður í hina þýsku eftir-
öpun franskrar listar“.92 Hér má greina enduróm af danskri menningar-
umræðu, þar sem jákvæð viðhorf til franskrar listar en neikvæð viðhorf í
garð þýskrar listsköpunar höfðu orðið ríkjandi frá og með miðjum öðr-
Berg, „„Úbernationalitat“ der Avantgarde - (Inter“)Nationalitat der Forschung.
Hinweis auf den internationalen Konstraktivismus in der europáischen Literatur
und die Problematik ihrer Iiteraturwissenschaftlichen Erfassung11, Der Blick vom
Wolkenkratzer. Avantgarde - Avantgardekritik - Avantgardeforschung, ritstj. Wolfgang
Asholt og Walter Fahnders, Amsterdam, Atlanta: Rodopi, 2000, bls. 255-288.
89 Sjá: Timothy O. Benson, „Exchange and Transformation. The Internationaliz.ation
of the Avant-garde(s) in Central Europe", CentralEuropean Avant-gardes, bls. 35-67.
90 Um sögu slagorðsins „menningarbolsévismi" („Kulturbolschewismus"), sjá: Georg
Bollenbeck, Tradition, Avantgarde, Reaktion. Deutsche Kontroversen um die kulturelle
Moderne 1880-1945, Frankfurt am Main: S. Fischer Verlag, 1999, bls. 275-289.
91 Alexander Jóhannesson, „Nýjar Iistastefnur", bls. 42.
92 „Blaðagreinar 1921-1929“, bls. 51.
ioó