Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 109
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
um áratugnum og danskir gagnrýnendur höfðu í auknum mæli litið á
verk danskra „expressjónista“ sem „lélegar eftirlíkingar af þýskum eftir-
líkingum“.93 Einnig í jákvæðari dómum um sýninguna hverfist umfjöll-
unin um tengsl verkanna við íslenska menningu, þjóðlega hstsköpun og
íslenskt þjóðemi. I Vísi ver Bjöm Björnsson expressjónisma Finns: „Við
viljurn hafa alt þjóðlegt, og er það rétt; en við megum ekki reka góðar
nýjungar á dyr með fordómum [...] engum, er athugar myndir hans,
blandast hugur um, að þær séu runnar frá norrænum rótum; svipur þjóð-
emisins hvflir ávalt yfir verkum sannra og einlægra listamanna.“94 I
Alþýðublaðinu birtast tvær greinar, önnur eftir Asgeir Bjamþórsson sem
gagnrýnir skrif Valtýs, hin eftir Emil Thoroddsen, fýrrverandi samnem-
anda Finns við Der Weg í Dresden:
Er ekki megnið af íslenskri hst slæm eftirlíking á slæmum,
dönskum málnrum og þeim sjálfum Htt frumlegum og hstin
þannig komin til Islands í margnotuðum eintökum? Eg trúi
því, að þeir, sem hafa sogið undanrennupela Kaupinhafhar-
hstaklíku þeirrar, er hfir á gatshtnum „formalisma“ og mis-
sldldum frönskum „slagorðum“, kunni því iha, að germanskur
smekkur birtist í sumum myndum F.J.95
í deilunum um sýningu Finns tekur umræðan um tengsl nútímalistar og
íslensks þjóðemis á sig margflókna mynd, þar sem ekki er aðeins tekist á
um afstöðuna til hefðbundinnar listar eða „þjóðlegs natúrahsma“ og al-
þjóðlegs „módemisma“.96 Deilan sýnir í senn hversu umdeilt viðfangs-
efni framúrstefnan er orðin í umræðu um íslenskt þjóðerni á þessum tíma
og hvemig fagurfræði ismanna fléttast saman við ólíkar þjóðernishug-
myndir. Ólíkar raddir vísa veginn fyrir heihavænlega ffamtíð íslenskrar
hstar, hvort sem hún er talin liggja í módemískri listsköpun er byggi á
franskri hefð, ósvikinni íslenskri listsköpun með rætur í norrænni menn-
95 Andreas Vinding, „Den frie Udstilling og det syvende Bud“, Politiken, 3. nóv. 1918.
Hér vitnað eftir: Dorthe Aagesen, „The Avant-Garde Takes Copenhagen", The Av-
ant-garde in Danish and European Art 1909-1919, ritstj. D. Aagesen, Kaupmanna-
höfii: Statens Museum for Kunst, bls. 152-171, hér bls. 168.
94 „Blaðagreinar 1921—1929“, bls. 50.
95 Sama rit, bls. 50.
96 Júh'ana Gottskálksdóttir, „Tilraunin ótímabæra. Um abstraktmyndir Finns Jónsson-
ar og viðbrögð við þeim“, Arbók Listasafns lslands 1990—1992, Reykjavík: Listasafn
íslands, 1993, bls. 74—103, hér bls. 90.