Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 110
BENEDIKT HJARTARSON
ingu eða í tengslum við germanska menningarhefð er geti gert kleift að
brjótast undan oki danskrar herramenningar.9
Ahrif þjóðernishyggju á umræðu íslenskra menntamanna um evrópsku
framúrstefhuna koma þó hvergi jafnt skýrt fram og í þeirri vægðarlausu
gagnrýni sem verður áberandi á þriðja áratugnum. Rætur þeirrar
gagnrýni má að verulegu leyti rekja til danskrar menningarumræðu, þar
sem fyrirlestur Carls Julius Salomonsen í upphafi árs 1919 hafði hrund-
ið af stað harkalegum deilum um ismana.98 Sjónarmið Salomonsens eru
lýsandi fýrir „almennari menningarleg hvörf' á tímabilinu, þegar menn-
ingarlegir íhaldssinnar bregðast til varnar gegn auknu vægi framúr-
stefnulistar í Danmörku frá því um miðbik heimsstyrjaldarinnar fyrri.99
Sjá má ýmis merki um að íslenskir mennta- og listamenn hafi ekki farið
varhluta af þessum deilum. Augljós viðbrögð má sjá í fyrirlestri Alexand-
ers Jóhannessonar frá 1920, þar sem gerð er ítarleg grein fyrir kenning-
um Salomonsens um „sálsýki“, „sinnisveiki“ og „vanskapnað“ sem ein-
kenni á evrópskri framúrsteíhulist.100 Leiða má að því líkur að deilurnar
í Kaupmannahöfn hafi einnig sett mark sitt á hugmyndir íslenskra lista-
manna sem síðar áttu eftir að verða virkir þátttakendur í umræðunni um
framúrstefnuna hér á landi: Kjarval dvelur í Kaupmannahöfn og Jón
Stefánsson á verk á Kunstnenies Efterársudstillmg þegar deilurnar rísa
hæst, auk þess sem bæði Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá
Miðdal eru við nám í borginni á þessum tíma. Grein Alexanders er þó
eina dæmið um beinar viðtökur á hugmyndum Salomonsens, þar sem
þær eru settar í samhengi við íslenska menningu. Alexander fjallar sér-
staklega um „Fútúriskar kveldstemningar“ eftir Þórberg, tengir ljóðið
97 Gagnrýnin afstaða til danskrar herramenningar og listsköpunar kemur einnig skýrt
fram í grein Magnúsar A. Arnasonar, „Um listir alment“. Magnús fjahar með
gagnrýnum hætti um öfgahneigð ewópsku ismanna en gagnrýnir um leið ofríki
„gamla skólans“ í „öllum helstu listaskólum Norðurálfunnar“, ekki síst í Danmörku
(bls. 73). Áhrif „láglendisþjóðarinnar" (bls. 73) birtast að hans mati m.a. í „bölsýni“
sem sé „ein af þeim spillingum, sem okkur hafa borist frá Danskinum" (bls. 76).
Bjargræði íslenskrar listsköpunar sér Magnús öllu heldur í tengslum við ameríska
menningu, enda telur hann Ameríku vera „öld á undan Evrópu“ (bls. 74) í öllum
menntamálum.
98 Sjá: Hanne Abildgaard, „Dysmorfismedebatten. En diskussion om sundhed og syg-
dom i den modernistiske bevægelse omkring den farste verdenskrig“, Fund og
Forsknmg, 27/1984—1985, bls. 131-158.
99 Hanne Abildgaard, „The Nordic Paris“, bls. 186.
100 Sjá nánar: Benedikt Hjartarson, „„prrr - prrr - prrr - prrr - Reykjavík!“ Þórbergur
Þórðarson og púki íútúrismans“.
108