Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 111
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
við sálsýki og líkir því við vísur Æra-Tobba.101 Ummerki slíkrar sjúk-
dómsgreiningar á íslenskri nútímabst, þar sem hún er tengd við verk
Æra-Tobba, afmarkast ekki við umræddan fyrirlestur Alexanders, heldur
virðist hér vera um að ræða eins konar slagorð í gagnrýni íslenskra
menntamanna á framúrstefnuna. I grein sem birtist í Vísi árið 1921 er
fjallað um sýningu á verkum Kjarvals, birtingarmyndir íslensks þjóðem-
is í nýrri verkum hans em vegsamaðar um leið og bent er á að ýmsum
hafi áður „virst hann um of undir áhrifum Æra-Tobba-hstar stríðs-
áranna“.102 Texti Alexanders markar upphafið á gagnrýnum skrifum ís-
lenskra menntamanna, þar sem ismarnir em tengdir hruni evrópskrar
siðmenningar. Tveimur árum síðar fylgir höfundurinn fyrirlestrinum
efdr með greininni „Um málarahst nútímans“, þar sem hann tengir af-
skræmandi fagurfræðiaðferðir ismanna við óreiðukennda borgarmynd
nútímans: „Stórborgimar með öllum sínum línum og litum, Ijós-
auglýsingum og skinverplum, glaums og gleði höllunum, er heilla og
laða, alt er þetta tákn hins dularfulla og eftirsóknarverða fyrir listamann-
inn og er því viðfangsefni „expressionista““.103 Alexander fordæmir enn-
fremur öfgar „expressjónismans“, tengir hann við andatrú, guðspeki,
neyslu „morfins og kokains“ og „svonefnda list menningarsnauðra
þjóða“.104 Loks beinir höfundurinn spjótum sínum að verkum Jóns Stef-
ánssonar, sem hann segir dæmigerð fyrir dýrkun „expressjónismans“ á
innsæisgáfu hstamannsins. Jón hafði frá upphafi annars áratugarins verið
tengdur þeim hópi rithöfunda og listamanna sem stóð að útgáfu Klingen,
„expressjónísks“ tímarits sem Alexander hafði gagnrýnt í fyrirlestrinum
frá 1920.105 Gagnrýni Alexanders á „expressjónisma“ Jóns byggir ekki
aðeins á fagurfræðilegum forsendum, heldur birtist hér undirliggjandi
ótti \dð að alþjóðlegt net framúrstefhu nái að teygjast til Islands. Stofn-
un Klingen árið 1917 tengdist sviptingum í dönsku menningarlífi, þegar
„danskir módemistar tóku að líta á sjálfa sig sem raunverulega ffam-
varðarsveit [avant-garde] og sem hluta af alþjóðlegri fylkingu“106 og þessi
101 Alexander Jóhannesson, „Nýjar listastefnur“, bls. 43.
102 Á. Á., „Sýning Kjarvals“, Vísir, 27. okt. 1921.
103 Alexander Jóhannesson, „Um málarahst nútímans", bls. 17.
104 Sama rit, bls. 15 og bls. 24.
105 Um tengsl Jón við KJingen, sjá: Ólafur Kvaran, ,Jón Stefánsson. Tjáning hughrifa
og klassískt samræmi“, Jón Stefánsson 1881-1962, ritstj. Karla Kristjánsdóttir,
Reykjavík: Listasa&i íslands, 1989, bls. 11-39.
106 Hanne Abildgaard, „The Nordic Paris", bls. 183.