Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 113
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
lendinga".111 í íyrsta lagi átti umræðan um að framúrstefhulist væri
ósamrýmanleg íslenskri menningu og þjóðemi sér þegar nokkra hefð í
skrifúm menntamanna hér á landi og hafði í raun verið samofin orðræðu
íslenskrar andframúrstefnu jfrá upphafi. Gagnrýni Guðmtmdar er öllu
heldur dæmi um hvemig leitast er við að flytja inn hugmyndir úr evr-
ópskri menningarumræðu og útfæra þær í íslensku samhengi. Líkt og
skoða verður verk þeirra rithöfunda og hstamanna sem kynna hugtök og
aðferðir framúrstefiiunnar hér á landi á öðrum og þriðja áratugnum með
hhðsjón af hinu evrópska samhengi, verður að kanna skrif gagnrýnenda
eins og Guðmundar og Alexanders út frá tengslum þeirra við orðræðu
andframúrstefiiunnar í Evrópu. I skrifúm Guðmundar fléttast saman
margvíslegar orðræður í þýskri menningargagnrýni samtímans, allt frá
þjóðemissinnaðri fordæmingu á ismunum, til æskudýrkunar, Kfsendur-
bótakenninga (Lebensreform) og náttúmdýrkunar.
Guðmundur kemur til náms í Miinchen haustið 1921 eftir stormasama
tfina í borginni. I maímánuði árið 1919 hafði hin sósíalíska bylting verið
brotin á bak aftur og endir bundinn á hið skammlífa „Ráðstjómar-
lýðveldi“ (Ráterepublik) í Bæjaralandi. I kjölfarið fýlgdu umfangsmiklar
hreinsanir á menningarsviðinu og öllum hstamönnum sem ekki höfðu
bæverskt ríkisfang hafði verið vísað tímabundið úr borginni.112 Einnig
höfðu margir leiðtogar byltingarinnar getið sér orð áður sem „express-
jónískir“ rithöfundar og stigið opinberlega ffam á sjónarsviðið sem rót-
tækir vinstrimenn. Eftir endalok „Ráðstjórnarlýðveldisins“ varð það
viðhorf áberandi á meðal menntamanna af borgarastétt, að byltingartil-
raunin hefði verið verk „dæmigerðra bóhema ffá Schwabing sem lékju
sér aðeins að stjómmálum“,113 auk þess sem lögð var áhersla á gyðingleg-
an uppruna byltingarseggjanna. Guðmundur gengur því inn í andrúms-
loft þar sem ffamsækin listsköpun var í síauknum mæli brennimerkt sem
bolsévísk og gyðingleg og starfsemin við listaháskólann í borginni hafði
111 Kristín G. Guðnadóttir, „List fyrir andann, þróunina og lífið“, Gnðmundurfrá Mið-
dal. Maðurinn í náttúnmni. Náttúran í manninum, ritstj. Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Kópavogur: Listasafn Kópavogs, 2006, bls. 5-19, hér bls. 10-11.
112 Sjá: Wolfgang Kehr, Die Akademie der Bildenden Kiinste Miinchen - Kreuzpunkt euro-
páischer Kultur, Miinchen: Akademie der Bildenden Ktinste, 1990, bls. 7M4, hér bls.
28.
113 Helmut Neubauer, .Mtmchen 1918/1919“, Die Miinchner Ráterepuhlik. Zeugnisse
und Kommentar, ritstj. Tankred Dorst, Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag, 1966,
bls. 171-191, hér bls. 182.
111