Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 114
BENEDEKT ETfARTARSON
tekið stakkaskiptum frá blómatíma stofnunarinnar um aldamótin
1900.114 Þessum hvörfum hefur verið réttilega lýst sem „afturhvarfi til
rómantískrar átthagalistar“ með megináherslu á „staðfræðilegar lýsingar
á íjallalandslagi Bæjaralands og sögulegar frásagnir með hetjulegum
blæ".113 A tíma Weimar-lýðveldisins verður „listaborgin“ Miinchen að
eins konar athvarfi fortíðar og gróðrarstíu fýrir afturhaldssinnaða menn-
ingargagnrýni en Berlín verður að táknmynd eða holdgervingu nútíma-
menningar.116
Gagnrýni Guðmundar er í raun sprottin úr menningarlegri orðræðu
róttækrar þýskrar þjóðemishyggju í einni af miðstöðtmm andframúr-
stefnunnar í Evrópu. Nokkrum erfiðleikum er háð að rekja tengsl Guð-
mundar við andframúrstefnuna í Múnchen, þar sem mörgum spuming-
um um nám hans og dvalarár í borginni er enn ósvarað.11 I skrifum hans
má þó augljóslega greina tengsl við orðræðu róttækra menningar-
gagnrýnenda og þjóðernissinna í Þýskalandi á tímabihnu, auk þess sem
sú blöndun á ólíkum orðræðum um hnignun vestrænnar menningar sem
þar má finna er um margt einkennandi fýrir skrif þýsku þjóðernishreyf-
ingarinnar (die völkische Bewegung) á tímabilinu. Vitaskuld aftnarkast
harkaleg gagnrýni á fagurfræði framúrstefnunnar ekki við þýska inenn-
114 Sjá nánar um menningarlegt umhverfi borgarinnar og sögu Iistaháskólans á þessu
tímabili: Wolfgang Kehr, Die Akade?/iie der Bildenden Kiinste Miinchen - Kreuzpunkt
europdischer Kultur, Peter-Klaus Schuster, „Mhnchen - das Verhángnis einer Kunst-
stadt“, Natmialsozialismus und „Entartete Ku?ist“. Die „Kunststadt“ Miinchen 1937,
ritstj. Peter-KIaus Schuster, Miinchen: Prestel Verlag, 5. útg. 1998, bls. 12-36.
115 Kristín G. Guðnadóttir, „List íyrir andann, þróunina og lífið“, bls. 8.
116 Sjá: „Einleitung. Miinchen in der Modeme. Zur Literatur in der „Kunststadt““, Die
Miinchner Moderne. Die literarische Szme in der „Kunststadt“ um die Jahrhundert-
wende, ritstj. Walter Schmitz, Stuttgart: Reclam, 1990, bls. 15-24, hér bls. 23.
117 Þær rannsóknir sem þessi grein byggir á hafa leitt í ljós að Guðmundur var t.a.m.
aldrei innritaður í Listaháskólann (Akademie der Bildenden Kiinste) í Múnchen, þar
sem hann stundaði að sögn nám á árunum 1921 til 1925. Af þeim sökum er erfíðleik-
um háð að rekja hjá hvaða kennurum hann kann að hafa sótt tíma á þessum árum,
þegar hann lærði „teikningu, málaralist, höggmjtndalist og leirbrennslu" auk þess
sem hann kynnti sér grafQdist (Illugi Jökulsson, Guömundur frá Miödal, Reykjavík:
Ormstunga, 1997, bls. 31). I svari við f}TÍrspum sem send var til skjalasafhs stofrtun-
arinnar kom fram að nafn Guðmundar er hvergi að finna í imiritunarskrám skólans,
en þær hafa allar varðveist. Líklegt verður að teljast að Guðmundur hafi á umræddu
tímabili sótt tíma við skólann sem gestanemandi, auk þess sem hugsanlegt er að hann
hafi verið innritaður í nám við annan listaskóla í borginni og sótt tíma við Akademie
der Bildenden Kiinste sem slíkur. Loks kann að hugsast að hann hafi sótt einkatíma hjá
listamönnum sem kenndu við skólann á umræddu tímabili.
112