Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 115
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, WI'UM OG SJÁENDUM
ingarumræð'u. Umfjöllun um einkenni „hnignunar“ og „siðleysis“ í
fagurfræði ismanna má einnig finna t.a.m. í franskri, enskri og banda-
rískri menningarumræðu. Eins og bent hefur verið á, verða átökin um
ismana þó að mörgu leyti harkalegri í Þýskalandi, þar sem hugmyndin
um þjóðlegan menningararf gegndi enn mildlvægara hlutverki en annars
staðar við skilgreiningu á þjóðerni vegna ungs aldurs þýska þjóðríkisins
og átakakenndrar stjórnmálasögu landsins.118
Guðmundur setru gagnrýni sína á ismana íýrst fram í greininni „List-
ir og þjóðir“ árið 1928. Hann dregur upp mynd af hruni germanskrar
menningar og spillingaráhrifum „verzlunar“, „tízku“ og „Ameríkuiðnað-
ar“, auk þess sem hann lofsyngur „gjörhygfi og náttúruást norræna kyn-
stofhsins“ er „ól hina samvizkusömu hst Niðurlanda-málaranna“.119 Vís-
unin í verk Niðurlandamálaranna tengist orðræðu þýskra menntamanna
á þessum tíma, þar sem einkum var litið á verk Rembrandts sem hreina
birtingarmynd germanskrar menningar og leiðarvísi að endurreisn
hennar.120 I texta Guðmundar verður list Niðurlandamálaranna að tákn-
mynd heilbrigðrar germanskrar hefðar sem stillt er upp sem andstæðu
framúrstefhulistar. Hann fullyrðir að ekki sé hægt að „álíta hina ný-evr-
ópisku stefnu (eða stefiiuleysi) fýrirboða nýrrar, stórkostlegrar aldar,
heldur virðist „einangrunarhugtakið: „listin fýrir listina““ hafa „heltekið
hina evrópisku list og gert hana að spegilmynd hins hverfula efhishyggju-
anda, sem nú ríkir í heiminum“.121 Guðmundur ræðir verk Picassos, Art-
sjipenko og Matisse og fjallar sérstaklega um „sýningu dadaista í Berlín",
þar sem hann kveðst hafa séð ,,„listaverk“ samansett af gömlum tann-
bursta, tveim nöglum og nokkrum papparimlum“.122 Gagnrýni Guð-
mundar á ismana er hluti af víðtækri menningargagnrýni, þar sem litið er
á fagurfræði þeirra sem hfandi dæmi um „sjúkan hugsunarhátt“123 nútím-
118 Sjá: Georg Bollenbeck, „Der negative Resonanzboden. Avantgarde und Antiavant-
gardismus in Deutschland", Der Blick vom Wolkenkratzer, bls. 467-504, hér einkum
bls. 471-479.
119 Guðmundur Einarsson £rá Miðdal, „Listir og þjóðir“, Iðunn, 1928, bls. 267-276,
hér bls. 267.
120 Hugmyndir af þessu tagi náðu ekki síst útbreiðslu á þýsku málsvæði á fyrstu áratug-
um 20. aldar fyrir tilstilli metsölubókar eftir Julius Langbehn, Rembrandt als Erzieher
(1890). Sjá: Uwe-K. Ketelsen, Literatur und Drittes Reich, Víerow bei Greifswald:
SH-Verlag, 2. útg. 1994, bls. 128-147.
121 Guðmundur Einarsson frá Miðdal, „Listir og þjóðir“, bls. 270.
122 Sama rit, bls. 271.
123 Sama rit, bls. 272.
TI3