Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 118
BENEDIKT HJARTARSON
Reykjavík, sem Guðmundur spáir
fyrir um að verði „að endingu er-
lendri sníkjmnenningu að bráð“,133
má greina kunnugleg einkemú úr
lýsingum höfundarins á evrópsk-
um stórborgum. I grein frá sama
ári ræðir hann um hina nýju
„isma“ og „skóla“ í Munchen og
lýsir hrörlegu lífi listamannamra í
Schwabing, auk þess sem hann
bregður upp mynd af hnignun
Vínarborgar: „Wien, sem var
vagga hljómlistamanna og borg
gleðinnar, getur varla kallast það
lengur. Rúnir hungurs og örbirgð-
ar les maður í öðru hvom andlitd
og það enn hrottalegar, þar sem blóðsugur þjóðarinnar lejma ekki feng
sínum, eg á við Gyðingana sem keyptu M7ien“.134Mynd hinnar siðspilltu
borgar, þar sem „blóðsugur þjóðarinnar“ vafra stefnulaust um, sver sig í
ætt við stórborgarmyndina í skrifum róttækra þýskra þjóðemissinna á
þessum tíma, þar sem borginni er lýst sem „andlegri og efhahagslegri
gröf hins ljóshærða og germanska kynþáttar“.135 I grein frá árinu 1929
má sjá hvernig Guðmundur varpar þessari borgarmynd yfir á Reykjavík
er hann lýsir því hvernig „hvítt og veiklulegt“ bæjarfólkið ranglar „mein-
ingarlaust“ um Ausmrstræti og fullyrðir að ástæða sé til að „örvænta um
hinn góða kynstofn Islendinga, þegar maður sér unglinga, sem væru efni
í mikilmenni, tærast upp af óreglusemi og leti“.136 Það er þó ekki aðeins
mannfólkið sem veslast upp í þessari eyðiinörk nútímans, því Guðmund-
ur lýsir einnig ,,hænsn[unuin] á Skólavörðuholtinu, sem róta þar í mold-
133 Guðmundur Einarsson frá Adiðdal, „Háborgin", bls. 245.
134 Guðmundur Einarsson frá Miðdal, „Ferðasaga um Suðurlönd", Iðunn, 1926, bls.
6-25, hér bls. 10.
135 Jörg Lanz-Liebenfels, „Schriftsteller-Elend und Rassen Verfall", Hammer, 1910
(hér vitnað eftir: Uwe Puschner, Die völkische Bewegung im wilhelminischen Kaiser-
reich. Sprache - Rasse - Religion, Darmstadt: Wissenschafdiche Buchgesellschaft,
2001, bls. 115).
136 Guðmundur Einarsson frá Miðdal, „Á ijöllum", Eimreiðin, 1929, bls. 30-4—318, hér
bls. 310-311.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal, „Fá-
tækrabúðir (Schwabing)“, 1922. A
myndinni má sjá hrörleg húsákynnifá-
tæklmga og aðframkomið fiðuifé í Miin-
chen. Keimltkum lýsingum bregður fyrir
í skrifium Guðmundar um Reykjavík á
síðari hluta þriðja áratugarins.
i ió