Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 119
AF ÚRKYiVJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
inni ásamt vesalings öndunum, sem kveljast af vatnsleysi“. Borgarmynd-
in í skrifum Guðmundar er ekki óalgeng í skrifum íslenskra mennta-
manna á þessum tíma, þar sem „stórbænum“ er oft lýst frá spenglersku
sjónarhorni og hann kallaður „óþjóðlegur, eða öllu heldur alþjóðlegur“,
táknmynd söguskeiðs þar sem rótleysi ríkir og „miðlungsmenskan á sér
sannnefnda gullöld“.137 Sú kynþáttahyggja sem kemur ífam í borgar-
lýsingum Guðmundar er ekki heldur einsdæmi. Nægir þar að nefna skrif
Jakobs Jóh. Smára írá upphafi fjórða áratugarins. Þar er því lýst, með
hliðsjón af menningargagnrýni Spenglers, hvernig „norræna kynið
streymir inn í borgirnar og deyr þar út“,138 og Vefarinn mikli fr'á Kasmír
er sagður undir „áhrifum frá þeirri bastarðamenningu með stórþjóðun-
um, þar sem ótal „vesælir kynflokkar [...] blandast saman í vitleysu, svo
að öll mannflokka-sérkenni mást út“.139 Það mikilvæga í skrifum Guð-
mundar er hvernig fagurfræði framúrstefnunnar er fléttuð inn í sam-
hengi. Leiðin úr hinu menningarlega öngstræti, þar sem „hégómi - froða
- ómenning“ flæða yfir íslenskt samfélag, er talin liggja í afturhvarfi til
íslenskrar náttúru og hefðar sem er ógnað af hugmyndinni um íslenska
framúrstefnu. Ismamir tilheyra rými ómenningar, úrkynjunar og „tízku-
danza, sem eru „búnir til“ árlega, aðallega fýrir blóðlata slæpingja, til að
danza eftir klæmnum „Saxophon“-ropum í næturklúbbum stórborg-
anna“.140 Andstæða þessarar siðspilltu borgarmyndar er rými hinnar
ósnortnu náttúru, sem verður að græðandi rými handan við siðmenningu
nútímans, þangað sem hinn norræni maður getur fiúið „með sundraðar
hugsanir og sálina lamaða af rándýrsöskri bifreiðanna eða þrotlausu jass-
hringli“.141 Náttúran er mynd upprunalegs rýmis sem liggur handan við
fagurfræði ismanna og firrt borgarrými nútímans, sem markast af gyðing-
legri og vitsmunalegri alþjóðahyggju sem er framandi íslensku þjóðar-
eðh. Rýmisbygging Guðmundar er mörkuð af þeirri náttúrudýrkun sem
setur svip sinn á skrif þýskra þjóðernissinna og er m.a. undirstaða
137 Ami Hallgrímsson, „Menning, sem deyr?“, Iöunn, 1929, bls. 49—64, hér bls. 62 og
bls. 52. Um viðtökur hér á landi á riti Oswalds Spengler, Der Untergang des Abend-
landes, sjá: Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islendingur, bls. 118-123.
138 Jakob Jóh. Smári, ,JMannflokkar og menning“, Eimreiðin, 1931, bls. 238-249, hér
bls. 247.
139 Jakob Jóh. Smári, „Norræna hreyfingin og Halldór Kiljan Laxness“, Eimreiðin,
1932, bls. 232-235, hér bls. 235.
140 Guðmundur Einarsson frá Miðdal, „Skíðaför í Alpafjöllum“, Eimreiðin, 1930, bls.
122-134, hér bls. 127-128.
141 Guðmundur Einarsson ffá Miðdal, „Á fjöllum“, bls. 310.