Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 120
BENEDIKT HJARTARS ON
Wandej-vogel-h.vcyfmgaxmniLr. HrejÆngin höfðaði til þýskra ungmenna
og hafði það hlutverk að skipuleggja hópferðir út í þýska náttúru, þar
sem æskulýðurinn gæti sloppið úr prísund borgarlífsins, ræktað með sér
hópvitund, stundað heilsurækt og endurheimt tengslin við heimahaga og
sögu. I textum hreyfingarinnar þjónar náttúran sem „ríki hinnar ffjálsu
sálar“,142 þar sem æskulýðurinn getur heimt sitt sanna eðli, sköpunar-
gleði og skilning á uppsprettu náttúrulistar. I skrifum hre}Ængariimar er
jafhframt haldið fram rómantískri átthagahst listamanna eins og Hans
Thoma og Philipps Ottos Runge andspænis fagurfræði „kúbista“,
„futúrista" og annarra „öfgasinna“.143 Upphafningin á hreinleika og
þrótti æskunnar dregur einnig ffam tengsl við orðræðu þýsku æsku-
lýðshreyfingarinnar, sem kemur fram í ólíku samhengi á finsm áratugum
20. aldar, jafht í textum framúrstefhumanna og í hiigmyndakerfum þar
sem leitast er við að leggja grunn að endurnýjun þýskrar menningar á
öðrum forsendum. Orðræðan grundvallast á trú á mátt æskunnar, sem
talin er fær um að knýja fram nýja menningu. Mynd ffamvarðarsveitar-
innar gegnir mikilvægu hlutverki í þessu sainhengi, brugðið er upp mynd
af kröftugum æskulýð er muni leiða þýsku þjóðina imr í rými framtíð-
ar.144 Skrif Guðmundar eru ekki aðeins dænugerð fyrir harðnandi
gagnrýni íslenskra menntamanna á evrópsku 'mnana frá og með síðari
hluta þriðja áratugarins. Þau sýna jafhframt hvernig gagnrýnin á ffamúr-
stefnuna hér á landi á rætur að rekja til orðræðu menntamanna í einrn af
miðstöðvum andframúrstefhunnar í Ewópu. Orðræða evrópskra gagn-
rýnenda er tekin upp, flutt inn í íslenskt samhengi og sniðin að mnræð-
unni um ffamtíð íslenskrar menningar.
142 Gustav Wjtneken, „Der weltgeschichtliche Sinn der Jugendbewegung", Die Freie
Schulgemeinde, 1/1916. Hér vitnað eftir endurútgáfu textans í: Grundschriften der
deutschen J-ugetidbewegung, ritstj. Wemer Kindt, Dtisseldorf, Köln: Eugen Diede-
richs Verlag, 1963, bls. 148-162, hér bls. 154.
143 Sjá: Wmfried Mogge, „„Lebensemeuerung durch den Geist der Jugend". Die Ju-
gendbewegung zwischen Avantgarde und Reaktion“, Text+Kritik, 9/2001, bls. 92-
104, hér bls. 104.
144 Orðræðu þýsku æskulýðshreyfingarinnar bregður ekki aðeins ÚTÍr hér á landi í
skrifum Guðmtmdar á þessum tíma. Arið 1926 birtist í Lesbók Morgunblaðsijis grein
efrir Reinhard Prinz, þar sem æskufýðurinn er settur fram sem „hinn brautryðjandi
kraftur allra umbóta og uppreisna með hverri þjóð“. Höfundurinn fullyrðir jafn-
framt að hreyfingin feli „í sjer frækorn nýs anda á öllum svæðum lífeins" og stefni
fram úr staðnaðri menningu samtímans, þar sem „öllum mögulegum „abstraktum"
heitum og hugmyndum" sé þröngvað upp á æskuna (Reinhjard] Prinz, „Hin þýska
æskuhreyfing", Lesbók Morguiiblaðsins, 23. maí 1926, bls. 1-5, hér bls. 1-2).
118