Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 121
AF URKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJAENDUM
VI Niðurlag
Vlðtökur á sögulegu framúrstefnunni afmörkuðust ekki við verk nokkurra
rithöfunda og listamanna sem leimðust við að kyxma hugmyndir hennar
og aðferðir hér á landi. Evrópsku ismarnir setja þvert á móti skýrt mark á
orðræðuna um íslenska menningu og þjóðerni á þriðja áratugnum. I upp-
hafi áratugarins kemur ffam þandsamleg orðræða um fagurffæði ffamúr-
stefnunnar og stök verk íslenskra listamanna og rithöfunda, sem höfðu
unnið með fagurffæðilegar hugmyndir og hugtök ismanna, mæta harka-
legri gagnrýni. Gagnrýnin beinist ekki aðeins að þeim verkum sem slík-
um, heldur endurspeglar hún ótta íslenskra menntamanna við að angar
róttækra listhreyfmga ffá meginlandi Evrópu teygi sig hingað til lands.
Gagnrýnin á ffamúrstefmma snýst um hugmyndina um íslenska framúr-
stefnu og ffamtíð íslenskrar menningar fremur en raunverulega fagur-
fræðilega starfsemi eða nýjungar. Elugmyndin um alþjóðlega framúr-
stefhulist er jafhframt nauðsynlegur þáttur í þeim hugmyndum um
þjóðlega listsköpun sem festa rætur í íslenskri menningarumræðu á þess-
um tíma. Mynd heilbrigðrar þjóðlegrar listsköprmar og bókmennta
þarfnast framúrstefnunnar sem andstæðu, sem aðsteðjandi ógnar ómenn-
ingar, úrkynjar og sjúkleika, til að skilgreina eigin markmið, eðli og ein-
kenni. Mynd ismanna í skrifum íslenskra gagnrýnenda á að miklu leyti
rætur í skrifum íhaldssinnaðra þýskra og danskra þjóðernissinna. Þegar
umræðan um ismana á þriðja áratugnum hér á landi er skoðuð í samhengi
evrópskrar menningarumræðu, má einnig sjá að hún endurspeglar með
nokkuð skýrum hætti þá umræðu. I deilunum um ismana má greina marg-
vísleg hugmyndaffæðileg átök. Hlutverk listarinnar er skilgreint á for-
sendum ólíkra orðræðna um menningarhefð og þjóðerni, nauðsyn þjóð-
félagslegrar byltingar, menningarlega endurnýjun og andlega vakningu
nútímans. Þverstæðukennt hlutverk ismanna í íslenskri menningarum-
ræðu helgast af því að mynd þeirra ratar þangað inn um ólíkar orðræður.
Tilkall framúrstefhunnar til að gegna brautryðjendahlutverki við mótun
nýrrar fagurfræðilegrar menningar knýr á um að tekin sé afstaða til starf-
semi hennar innan ólíkra orðræðna um íslenska menningu. Verk þeirra
rithöfunda og listamanna sem flytja inn fagurfræðihugmyndir ismanna á
tímabilinu eru ofin inn í margþættan orðræðuvef, þar sem mynd íslenskr-
ar ffamúrstefnu í vexti eða a.m.k. fæðingu er veigamikill þáttur í skilgrein-
ingum á íslenskri menningu og þjóðerni.