Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 123
Sascha Bru
s
Olesnar bækur
Aldarlöng nmræða um framúrstefnu og pólitík
í lok ársins 1906 brá hinn kappsfulli ítalsld fútúristi F.T. Marinetti fyrir sig
í fyrsta sldpti hugtakinu avant-garde eðaframúrstefna í sambandi við hug-
myndina um framtíðina.1 Þótt Marinetti gældi oft síðar meir við ímyndir
fjarlægrar ffamtíðar þá virðist hann, eins og svo margir aðrir fulltrúar
hinnar svokölluðu sögnlegu eða módemtsku framúrstefnu,2 hafa litdð svo á að
framtíðina væri að miklu leyti að finna hér og nú. Módemíska ffamúrstefh-
an, með tilraunum sínum með tungumálið og í listum og með nýjum að-
ferðum til skynjunar, gaf fyrirheit um valkost við núið.3 Frá upphafi bar
hún því með sér póhtískan undirtón, en eðli þessa undirtóns hefur verið
viðfangsefni ffæðilegrar umræðu frá árinu 1906 og sú umræða stendur
enn.4 Raunar hafa fá atriði í menningarsögu nútímans hrundið af stað svo
1 Giovanni Lista, Futurism, þýðandi Susan Wise, París: Éditions P. Terrail, 2001, bls.
28.
2 Ég nota hugtökin „söguleg“ framúrstefna og „módernísk“ framúrstefna jafnhliða og
með því fýlgi ég mati á notkun beggja heitanna innan fræðanna, sjá Astráð Eysteins-
son, The Concept of Modemism, Ithaca: Cornell University Press, 1990, bls. 143 og
áfram.
3 Um „nútíð“ eða sam-tímanleika módemísku framúrstefhunnar má m.a. fræðast hjá:
Comelia Klinger og Wolfgang Muller-Funk (ritstj.), Das Jahrhundert der Avant-
garden, Munchen: Wilhelm Fink, 2004, bls. 10-11; Krzysztof Ziarek, The Historic-
ity ofExperience. Modemity, the Avant-Garde and the Event. Evanston, Illinois: North-
westem University Press, 2001 og Peter Osborne, The Politics ofTime: Modemity and
Avant-Garde, London: Verso, 1995.
4 Þetta upphafsár er vitaskuld valið af nokkurri hendingu. Allt eins mætti færa rök fýr-
ir því, svo dæmi sé tekið, að upphaf fræðilegrar umræðu um framúrstefhu og póli-
tík megi rekja til þriðja eða jafnvel fjórða áratugar tuttugustu aldar. Einnig væri hægt