Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 124
SASCHA BRU
áköfum umræðum eins og tengslin á milli sögulegu framúrstefhunnar í
Evrópu og pólitíkur. Og fá hafa getið af sér svo gríðarmikið safn (í óeigin-
legri merkingu) ffæðilegra texta. Ekki væri áhlaupaverk að raða þessum
textum niður á almennilegu bókasafni, ef einhverjum skyldi auðnast að
safna þeim öllum saman. Þegar safnið yrði svo opnað almenningi myndu
lesendur sem fysti að fá botn í þetta allt saman sennilega fyllast örvæntíngu
við að ganga í gegnum það. Imyndum okkur til dæmis að við værum skip-
aðir safnverðir á þessu bókasafhi. Gætum við fundið einhver lykilorð til að
skrásetja og flokka þessi rit? Hvaða viðfangsefni rækjumst við á aftur og
aftur? Er líklegt að við myndrnn rekast á eitthvað sem hægt væri að bæta
við þetta gríðarmikla safh sem geymir aldarlanga umræðu?
Aður en ég hefst handa við að svara þessari ómögulegu spurningu þá
langar mig til að benda á hið augljósa, nefhilega það að ætlun mín er ekki
að setja fram tæmandi lista. Eins og mexíkóski rithöfundurinn Gabriel
Zaid kemst að í nýlegri bók sem heitir So Many Books (2003), þá „gefur
mannkynið út bók á þrjátíu sekúnda fresti“ um þessar mundir. Þessar
bækur snúast auðvitað ekki allar um módernísku framúrstefnuna. En
vafalaust finna einhverjir lesendur hjá sér þörf til að bæta skrá yfir „ólesn-
ar bækur“ við það sem ég afhjúpa hér. Að þessum varnagla slegnum skul-
um við samt sem áður reyna okkur við hið ómögulega.
Tímaröð
Ein leið tíl að skipuleggja sýndarbókasafnið okkar væri pósitívísk tíma-
röð, vegna þess að svo virðist að á hverjum áratug (eða e.t.v. með hverri
nýrri kynslóð fræðimanna?) hafi kornið fram nýjar hugmyndir um tengsl
pólitíkur og módernísku framúrstefhunnar. Breytingar á viðtökum ger-
ast auðvitað hægt og með óreglulegum hætti og því er ómögulegt að
festa niður ákveðna tímaröð eða rekja tímaþræði án þess að einhverjar
tímaskekkjur komi upp. Raunar væri hentugra í ffamtíðinni að tala um
mismtmandi tímalínur, lög af viðfangsefnum og hugmyndum sem koma
fram, breytast, hverfa og snúa aftur í þessari fræðilegu umræðu. Samt
sem áður er almennt viðurkennt að krafturinn í umræðunni um ffamúr-
stefhu og stjórnmál hafi magnast og dvínað, mestur var hann á fjórða ára-
að rekja hana lengra aftur, til að mynda til umræðna um síðimpressjónismann, sym-
bólismann og estetítismann, þar sem lögð var áhersla á þjóðfélagslega, menningar-
lega og pólitíska þætti þeirra.
122