Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 127
ÓLESNAR BÆKUR
legu framúrsteíhunni sem átti eftir að verða næsta algeng eftir seinni
heimsstyrjöldina, það er sú sýn að sögulega framúrstefnan hafi verið síð-
asti kaflitm í menningarsögu nútímans sem hafi borið með sér möguleik-
ann á því að breyta lífinu með listinni.
Þeir sem lögðu mat á tengsl eldri framúrstefhu við pólitík eftir að Evr-
ópa hafði rétt úr kútnum eftir stríð, eins og til dæmis Sartre og aðrir,
nutu þess að sjá hlutina úr sögulegri fjarlægð. Þannig birtist fyrsta sígilda
verkið um kenningar framúrstefnunnar á sjöunda áratugnum, Teoria
ddVarte d'avanguardia (1962) eftir Renato Poggioli (ritið birtist í enskri
þýðingu sem The Theory ofthe Avant-Garde árið 1968). I grein frá árinu
1967 fullyrðir Poggioli að: „það að leggja að jöfhu listræna byltingu og
félagslega byltingu er ekkert annað en retórík í dag, innihaldslaus
tugga“.9 Þessi orð Poggiolis sýna að fræðilegur áhugi á pólitfk framúr-
stefnunnar dvínaði víða í Evrópu, þrátt fyrir þá staðreynd að um alla
Evrópu komu fram á ný bóhemísk samfélög og hópar sem áttu það sam-
merkt að hafa áhuga á list og starfsemi framúrstefnunnar. Einna eftir-
minnilegastur af þessum hópum var Alþjóðasamband sitúasjónista
(Internationale situationniste). Donald D. Egbert fýlgdist með þessu
tímabili „síðari“ framúrstefnu eða „ný-framúrstefhu“ á sjöunda áratugn-
um og veitti því athygli að einkum á Vesturlöndum væri „sú viðtekna
skoðun að firamúrstefhan stæði í senn fýrir samfélagslega og listræna rót-
tækni, nú dregin stórlega í efa“.10 Það átti hins vegar eftir að skýrast
hvernig þessi skoðun var nákvæmlega véfengd, því það var ekki fýrr en
með bók Peters Burger, Theorie der Avantgarde árið 1974, og bók Hals
Foster, The Retnrn of the Real árið 1996, að yfirgripsmikil umræða um
pólitík „eftir-sögulegu“ framúrstefnunnar átti sér stað.
Foster nýtti sér á eftirtektarverðan hátt formælendur franska strúkt-
úralismans og póststrúktúralismans (einkum Jacques Lacan). Með
strúktúralismanum og póststrúktúrahsmanum komast markarof í tungu-
máli og öðrum táknkerfum aftur á dagskrá eftir heimsstyrjöldina síðari.
Þegar Antonin Artaud og skyldir framúrstefnumenn frá fýrri hluta tutt-
ugustu aldarinnar eru lesnir á ný, má sjá að fulltrúar hins svokallaða
and Ambivalent Reappraisals. The French Debate on Surreahsm at the Eve of the
Cold War“, Tbe Invention ofPolitics in the European Avant-Garde, bls. 91-109.
9 Renato Poggioli, „The Avant-Garde and Politics“, Yale French Studies, 39/1967, bls.
182.
10 Donald D. Egbert, „The Idea of „Avant-Garde14 ^ ancj p0litics“, The American
Historical Revievi, 73:2 (1967), bls. 366.