Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 128
SASCHA BRU
„kenning-artímabils“ [e. Age ofTheory] hafa ef til vill markað að einhverju
leyti framhald módernísku ffamúrstefnunnar á sviði kenninga, því helsta
markmið þeirra var að sækja að hinu „expressíva raunsæi“, eins og Cath-
erine Belsey orðaði það.11 Þetta auðgaði einnig á margan hátt umræður
um pólitík ffamúrstefhunnar með því að tengja fagurffæði við spurning-
ar um samhengi, sálgreiningu og vald. En „kenningartímabilið“ leiddi
einnig í ljós merkilegan, sögulegan viðsnúning í framhaldslífi módern-
ísku fbamúrstefnunnar. Eins og Jean-Michel Rabaté og margir aðrir hafa
haldið fram, þá var póststrúktúralismixm til marks um að margar af
ffæðilegum stoðum módernísku ffamúrstefhunnar hefðu náð fótfestu í
ffæðaheiminum, framúrstefhan væri orðin að akademískum ffæðurn.
Rabaté bendir á að þegar horft er úr fjarlægð á hina „efdr-sögnlegu"
bókmenntalegu framúrstefhu í kringum Tel Quel, til dæmis, þá er ekki
margt sem eftir stendur af afurðum þessarar framúrstefnu. Það senr
stendur eftir er gagnrýnin túlkun kenningasmiða sem eru innblásnir af
módernísku framúrstefnunni.12
Bók Búrgers, Theorie der Avantgarde, kom út stuttu eftir atburðina í
maí 1968 og í kjölfar „kenningartímabilsins“, og hina miklu útbreiðslu
hugtaksins „söguleg ffamúrstefna“ má nær alfarið skrifa á reikning henn-
ar. Búrger hafði orðið fytir vonbrigðum með hvernig ffamúrstefnan frá
fyrri hluta tuttugustu aldar var að hluta til tekin upp á ný á sjöunda ára-
tugnum og ef til vill einnig hvernig hún hafði öðlast nýjan styrk innan
fræðaheimsins, en markmið hans var að túlka módernísku framúrstefn-
una á félagsfræðilegan hátt. Hann hélt því fram að til að knýja ffam póli-
tísk og félagsleg umskipti með fagurfræðilegum breytingum, þyrfti að
beina sjónum að stöðu og miðlunarhlutverki listarinnar í evrópsku nú-
tímasamfélagi. Samkvæmt Búrger var það einmitt þetta sem gerðist í
starfi módernísku framúrstefnunnar. Rök hans hverfðust um eitt mjög
áhrifamikið atriði, það er að segja að sögulega framúrstefnan hefði
brugðist við kennisetningu estetítismans um „listina fyrir listina“ með
því að reyna að brjóta niður múrana í kringum list sem byggði á sérhæfð-
um aðferðum, til þess að geta umbreytt öllu lífinu með listinni. Ahrif-
anna af riti Búrgers á rannsóknir á framúrstefnunni gætti langt franr á
níunda áratuginn, ef ekki lengur.
11 Catherine Belsey, Crítical Practice, London: Methuen, 1980, bls. 7 og áfram.
12 Jean-Michel Rabaté, The Future of Theory, London: Blackwell, 2002, bls. 47 og
áfram.
126