Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 129
ÓLESNAR BÆKUR
Greinileg merki þessa má til dæmis sjá í gagnrýninni kenningu Jiirg-
ens Habermas síðar. I „Die Moderne - ein unvollendetes Projekt“
(1981) gekk Habermas skrefi lengra en Burger og hélt því fram að ekki
einasta hefði listin orðið að einangruðu sviði í nútímasamfélaginu, held-
ur hefði einnig stjórnmálin og örrnur sérhæfð svið fyrir löngu rekið
sundur og orðið að sjálfstæðum og aðgreindum starfssviðum.13 Því væri
réttast, eins og Pierre Bourdieu áfyktaði í Les régles de Vart, að líta á
fagurfræðilegar tilraunir og (pólitíska) þátttöku sögulegu framúrstefn-
unnar sem listræna afstöðu. Með framúrstefhunni leituðust menn við að
staðsetja sig og aðgreina innan fagurfræðilegs vettvangs sem stjórnaðist
af rökvísi sem var að mestu leyti framandi öðrum stofhunum, sviðum
eða áhrifasvæðum í samfélaginu. Það kann því að vera að byltingar-
kenndar pólitískar kröfur framúrstefriunnar hafi umfram allt verið
snobbuð leið til að segja skilið við hefðbundin gildi, sem undirstrikar
hina sívaxandi löngun eftir sérstöðu í list og bókmenntum síðar á tutt-
ugustu öld. Um það leyti sem Bourdieu gaf út Les régles de l'art árið
1992, höfðu fræðimenn einmitt náð í skottið á póstmódernismanum, en
mörgum þótti pólitíkin sem honum fylgdi, þar sem móderníska framúr-
stefhan var ítrekað fordæmd, bera með sér hættu á „ný-íhaldsstefhu“14
eða fagurfræðilegri „léttúð“.15 Með því að draga úr hinni pólitísku sýn
sögulegu framúrstefhunnar, sem varð alltumlykjandi á köflum, sáu sum-
ir fræðimenn lítið annað í póstmódernismanum en móderníska fagur-
fræði sem hefði verið rænd pólitíkinni. Yfirleitt var látið kyrrt liggja, að
þessir fræðimenn undanskildu þar með mikilvægan (ópólitískan) hluta
módernísku framúrstefhunnar.
A meðan á þessu stóð ráku enskir og amerískir ffæðimenn sig oft á
praktísk vandamál þegar þeir reyndu að beita kenningu Búrgers á amer-
ísku framúrstefnuna. Ljóst varð að forystuhlutverk ffamúrstefhunnar við
að færa hstina inn í lífið, tók á sig margar myndir sem Búrger hafði ekki
fjallað um. I kjölfarið fylgdu umræður um hugtakanotkun samfara til-
hneigingu til aðgreiningar milli ensk-amerískrar módernískrar framúr-
stefnu og evrópskrar sögulegrar ffamúrstefiiu. Eftir fall Berlínarmúrsins í
13 Jiirgen Habermas, „Die Modeme - Ein unvollendetes Projekt“, í Kleine politische
Schriften I—TV, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1981, bls. 444-464.
14 Hal Foster, „Postmodemism: A Preface“, Postmodem Cultnre, ritstj. Hal Foster,
London: Pluto Press, 1989 [1983], bls. xii.
15 Richard Wolin, „Modemism vs. Postmodemism11, Telos, 62:1984-1985, bls. 19.
12 7